Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 30

Hlín - 01.01.1925, Page 30
28 Hlin reynslustundum þessarar tilveru látið hver annan finna það og sjá, að kærleikans Guð er til. Sigurlina Sigtryggscióttir. Æsustöðum í Eyjatirði. Garðyrkja. Par sem gott lag er komið á garðyrkjuna, þykir eig- endunum verulega vænt um garðana sína, láta sjer mjög ant um að vinna öll verk við þá á rjettum tíma, spara ekki áburðinn, hafa girðingar í góðu lagi, og fyrirhyggju um gott útsæði, fræ o. s. frv. Garðarnir eru heimili til sóma eins og vel hirtur og fallegur peningur. — Pessum garðeigendum finst þeir, að vonum, missa spón úr askinum sínum, þegar garð- arnir bregðast, það er eins og að missa kú úr fjósinu, en ekki kemur þeim góðu mönnum til hugar að van- rækja garðana sína nokkru sinni, þótt þeir, þrátt fyrir góða umhirðingu, kunni að bregðast við og við. Engum dettur í hug að hætta að hirða um túnið, þó grasleysisár komi, eða að erja sjóinn, þótt afli bregðist. — Maðurinn sáir, en Guð gefur ávöxtinn þarna eins og annarsstaðar. Sem betur fer eru margir vel hirtir garðar hjer á landi og heldur fer þeim fjölgandi, en ekki verður því neitað, að garðyrkjan stendur enn á lágu stigi á landi voru, borið saman við önnur lönd, — og ber margt til þess. — Nú veit jeg að menn muni segja: »Já, borið saman við önnur lönd, það er nú til nokkurs að gera þann

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.