Hlín - 01.01.1925, Page 36
34
Híin
og sveitafjelög mundu í samlögum, eftir atvikum, hæg-
lega géta lagt fram 'h af kaupi garðyrkjuleiðbeinanda,
og notendur lh. (Ef fjelögin þá ekki vilja leggja 2h fram,
og láta garðeigendur fá vinnu ókeypis a. m. k. í fyrstu.)
Jeg geri ráð fyrir að garðyrkjukonan starfaði í bænum
eða sveitinni frá 1. maí til 1. október, 5 mánuði, og hefði
í sveitinni, auk fæðis þar sem hún ynni, 120.00 um mán-
uðinn eða 600.00 yfir tímann. (Alt að því helmingi hærra
í bæ, ef hún þarf að fæða sig og leggja sjer til húsnæði.)
— Þar af greiðir B. I. 200.00. — Fjelögin greiddu 200.00
og segjum garðeigendur 200.00. — Hver garðyrkjukona
ætti ekki að hafa nema eina sveit til yfirferðar. — Par
eru ef til vill 20 bæir. Pá eru það 10.00 sem kæmu á
hvert býli. Vinnudagar stúlkunnar yrðu 120, fyrir þessar
10.00 ynni hún þá 6 daga til jafnaðar á hverju heimili.
Enginn getur sagt að það sje dýr fræðsla eða dýr.vinna,
þegar gera má ráð fyrir góðri vinnu hjá þeim, sem kann
verkið vel og hefir góð áhöld.
Niðurlag. Mörg og sterk öfl vinna nú að því með
þjóð okkar, að draga úr fjarlægð og einangrun sveita og
kauptúna, svo að þar megi verða aðgengilegra að búa
og ánægjulegra. — íslenska ríkið leggur síma, vegi og
brýr, sendir skip á hverja höfn o. s. frv. Klifar þrítugan
hamarinn að ná til íbúanna, alt frá ystu annesjum til instu
dala. — Bóndinn leggur hart á sig að bæta land sitt og
húsakynni. Og svo þarf unga fólkið að lyfta þarna undir
baggann: Fegra heimilin sem best og umhverfi þeirra,
svo þar megi verða unaðslegt og gott að vera.
Sú ræktun sem heimilismenn, ungir og gamlir, leggja
hönd að og sjá gróa og þróast kringum sig, dregur þá,
fremur flestu öðru, að átthögunum og heldur þeim þar
föstum. — Hve miklu fegurra og byggilegra yrði okkar
strjálbygða, hrjóstruga, fagra land, ef allir, ungir og
gamlir, gerðu sjer það að skyldu að auka gróður þess,
en eyða honum ekki. Halldóra Bjarnadóttir.