Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 37

Hlín - 01.01.1925, Side 37
Hlltt 35 Islenskt gulrófufræ. Þú nefnir í brjefi þínu, að jeg segi hvernig jeg rækti »gulrófna- fræ«. Jeg held að á því sje lítið að byggja, hefi ekkert fyrir mjer í því nema reynsluna í nokkur ár. — Ef jeg færi nokkuð um það að skrifa, sem jeg er hálftregur til, þá er mín aðferð að rækta gul- rófnafræ, þetta: Um leið og teknar eru upp rófur á haustin, vel jeg fræmæður þannig: Vel gulrautt það gildasta, beinar og alhrufulausar með litlu kálstæði, stærri sortina af rófum, en ekki það stærsta, tek af þeim kálið, ekki mjög næmt, Iæt þorna af þeim moldina, læt þær síðan í ílát, þar sem rúmt er um þær, hefi þær síðan á björtum og rakalitlum stað, en ekki of köldum, og hreyfi þær við og við á vetrin, svo þær ekki nái til að rótfesta sig hverja í aðra. Viku áður en jeg set þær niður, sem jeg geri vanalega um sumarmál, eða þá gaddur er farinn úr rófukrónni, læt jeg þær að eins á rakari og hlýrri stað, og raða þeim á milli rima þannig, að hausinn snýr upp og þá kemur að sjálfsögðu blómið beint upp. Er jeg læt þær niður, sting.jeg alt að 12 þuml. og blanda vel með hús- dýraáburði. Milli hverrar rófu hefi jeg 15 þum!., læt að eins sjást á blómið upp úr moldinni, strái síðan frælausu moði yfir beðið, til að verja ofanfrösti, sem oft vill koma. Hreinsa svo öll illgresi um leið og þau koma, styrki fræ- geymagreinar með trjesköftum, ef þær vilja svigna er þær hækka. KIippi þroskaminstu frægeymana frá, jafnótt og þeir myndast, með því fær maður þroskaðra fræ úr því sem eftir er látið standa. Pegar kemur fram í sept- ember, fara að opnast frægeymar, þá tek jeg þær kvíslar, læt þær í þunnan strigapoka, læt hann við þurk, dettur svo fræið úr við þurkinn, aðskil síðan, þegar alt er dottið úr. Skaftfellingur. 3*

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.