Hlín - 01.01.1925, Blaðsíða 38
3ti
ÍHltn
Ráð frá Sauðlauksdal.
í mörg ár heíir vermireitur verið notaður hjer. Hann
er þannig bygður, að fjósþekjan er rofin inn að nærþaki,
hæfiiega stór blettur fyrir reitinn, og er hann á suðurhlið
fjóssins. Nú er látin koma í þessa gryfju mold úr göml-
um sáðgarði, blönduð hrossataði. Umgerð er höfð í kring
úr 7” breiðu borði. — Reiturinn er hafður það stór, að
nærgluggar baðstofunnar hæfa honum. Gluggarnir skemm-
ast ekki, ef þess er gætt að mála þá. — Reitur þessi er
ódýr og gefur góða raun. — Ef einhverjum kynni að
þykja sumarið of skammvint hjer við »pólinn«, til þess
að framleiða vel þroskað grænmeti, þá er þetta reynandi.*
Ari Bjarnason.
Orýtubakka í Höfðahverfi. S.-Þ.
Heimilisiðnaður.
Hugvekja.
Bókband heimilisidnaður.
Árið 1924 var — sem kunnugt er — ullarverð afar
hátt, svo bændur hjer um slóðir förguðu því nær allri
ull sinni. Af því leiddi, að mjög lítið varð um ullariðnað
á n.l. vetri.
Mig hafði lengi langað til að kenna unglingum einfalt
* Vírnet og síðan þakpappi hefir verið lagt ofan á viðina undir
moldina. í reitinn höfðu, meðal annars, verið settar kartöflur
snemma að vorinu og þær síðan færðar út í garð, og fengust með
þessu móti þroskaðar kartöflur langturn fyr en ella hefði orðið.
Ritstj.