Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 41

Hlín - 01.01.1925, Side 41
Hlin 39 kvénfjelagskonur værum í alla staði ánægðar með þessa fyrstu kenslukonu, þótti okkur það ærinn galli, að hún átti heima í Reykjavík. Af því leiddi, að við urðum að kosta ferðir hennar til og frá, auk þess sem svo löng ferðalög að vetrarlagi eru mjög örðug og stundum lítt framkvæmanleg. Töldum við því heppilegra að fá kenslu- konu, sem ætti heima hjer nær, enda stóð þá svo á, að von var hingað á vel hæfri stúlku, Margrjeti Lafransdótt- ur, sem dvalið hafði erlendis nokkur undanfarin ár, og hefir hún haft á hendi handavinnukensluna í þessi tvö ár síðan og farist það ágætlega. Næsta námskeið byrjaði með desember sama ár og stóð yfir í 3 mánuði eins og hið fyrsta. í sambandi við handavinnunámskeiðið fór þá einnig fram kensla í mat- reiðslu og hússtjórnarstörfum í tvo mánuði. Pá kenslu annaðist Sigurborg kennslukona Kristjánsdóttir frá Múla í ísafjarðarsýslu. Var þá stúlkunum skift í tvo flokka, er nutu til skiftis kenslu í handavinnu og matreiðslu, sinn mánuðinn hvor flokkur, en allar höfðu þær sameiginlegt mötuneyti, þvf matreiðsludeildin matreiddi einnig handa þeim, sem stunduðu handavinnuna. Mötuðust því við sama borð 20 stúlkur, auk kenslukvenna beggja. Var þá oft glatt á hjalla, en þó ætíð í hófi, því Sigurborg hefir sjerstaka hæfileika til að stjórna, og oft var unun að sjá, hve vel henni tókst að halda uppi reglu og stýra þessum gáskafulla stúlknahóp. — Aldrei kom það fyrir að hún hefði ekki nóg að starfa handa þessum 10 stúlkum, sem voru samtímis við matreiðslunámið, því hverri var ætlað sitt vissa verk þann og þann daginn. Að loknum mat- reiðslustörfum hjelt Sigurborg fyrirlestra fyrir stúlkunum um matreiðslu- og hússtjórnarstörf o. fl. — Rótt mat- reiðslunámskeiðið stæði ekki yfir nema tvo mánuði, mun óhætt að fullyrða, að stúlkurnar höfðu mjög gott af því, og æskilegt þætti okkur að hægt væri að halda slík nám- skeið oftar, helst á hverju ári, í sambandi við handá-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.