Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 43

Hlín - 01.01.1925, Side 43
Hlin 41 eins og sú, er þær hafa fengið hjer, þvi auk þess að vera gagnlegur og mentandi skóli fyrir stúlkurnar, vinna þær þau störf fyrir heimilin, sem þau geta ekki án verið, en víðast hvar ekki hægt að leysa af hendi heima. Nú á tímum er alment mikið talað um fólksekluna í sveitunum og fólksstrauminn til sjávarþorpa og kaup- staða, en myndu þá ekki námskeið eða sveitaskólar fyrir unglingana, bæði konur og karla, vera besta og örugg- asta læknisráðið við því? — Petta er spurning, sem allur almenningur ætti að íhuga og reyna að leysa úr, og þá er það ekki síður verkefni fyrir þing vort og landsstjórn til úrlausnar. H. Ó. Heimilisiðnaðarnámskeið var haldið í skólahúsinu á Laugum í Reykjadal frá 1. febr. til marsloka að tilhlutun undirritaðra. — Kent var vefnaður, saumur og smíði. Kendi Helga Kristjánsdóttir vefnaðinn og hafði yfirstjórn námskeiðsins, Kristjana Kristjánsdóttir á Grænavatni kendi sauma og Valdimar Jósafatsson trjesmiður á Húsavík smiði. Nemendur voru 4 í vefnaði, 8 í saumum og 16 í smíði, en einn þeirra veiktist í byrjun námskeiðsins. — Nokkrir sóttu um nám- skeiðið, einkum, vefnað og smíði, sem kennararnir treyst- ust ekki til að taka vegna anna. Allir voru nemendur vel komnir til þroska, flestir yfir tvítugt. Petta var unnið á námskeiðinu: I. Vefnaður. Skrifuð vefnaðarfræði, kent að reikna út garn í vefi Og setja þá upp. Settir voru upp 8 vefir og ofið: 5 handklæði með hringavefnaði, 5 baðhandklæði, 4 litlir borðdúkar méð hálfdregilsgerð, 4 kommóðudreglar og 1 lítill dúkur með þelamerkurvefnaði, 1 bakkadúkur, 4 bekkklæði með rósabragði, 1 á 3ja ál. bekk, hin minni,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.