Hlín - 01.01.1925, Síða 45
Hlin
43
Námskeið
í bursta- og körfugerð fór fram á Akranesi síðastliðinn
vetur að tilhlutun U. M. F. Akraness. Námskeiðið hófst
í febrúar og stóð fram undir miðjan mars eða alls 5
vikna tíma. Kennari var Sigurður Símonarson, búsettur
maður hjer á Akranesi. Hafði hann haustið 1923 sótt
námskeið, er U. M. F. Akraness þá gekst fyrir og frú
Herdís Jakobsdóttir frá Eyrarbakka var kennari við. En
geta má þess, að Sigurður var í stöðugri vinnu allan
þann tíma, er námskeið það stóð, og lærði því að eins í
hjáverkum að loknu fullu dagsverki.
Námskeiðið siðastliðinn vetur sóttu alls 33 nemendur,
en sjálfráðir voru þeir um, hve oft þeir komu og greiddu
að eins kenslugjald 35 aura þau kvöld, er þeir nutu
kenslu. Var því mismunandi, hve mörg kvöld þeir komu.
Nokkrir komu þó því nær hvert starfskvöld, aðrir að eins
6—8 kvöld. — Alls voru unnir 172 munir, þar á meðal
saumakörfur á fótum, blómastæði, nótnastæði o. fl. eigu-
legir munir. í alla fætur undir slíka muni var notað ís-
lenskt birki, er reyndist til þess einkar hentugt. — Að
afstöðnu námskeiðinu var haldin sýning á mununum, og
sást þá glögt, að Sigurður hafði bygt rækilega ofan á
þann grundvöll, er hann hlaut á námskeiðinu 1923, því
þarna sáust fjölbreyttari gerðir en á hinni fyrri sýningu.
Hafði Sigurður keypt sjer bók, er hafði gefið honum
nýjar fyrirmyndir, sem hann hafði svo notfært sjer og
kent öðrum. — Get jeg þessa hjer, til þess að sýna áhuga
og dugnað Sigurðar í þessu efni, því þessi störf þarf
hann að rækja í hvíldartímum sínum, sem þó eru af
skornum skamti, því hann þarf að verja kröftum sínum
til þess að ala önn fyrir stóru heimili. En Sigurður lætur
ekki lenda við það eitt að tala um að hin upprennandi
kynslóð þurfi að læra að nota tímann vel, þurfi að læra,
að »holt er heima hvað« og veglegra sje að skreyta hý-