Hlín - 01.01.1925, Síða 47
45
tiiin
Verðlaunasamkepni Hlínar 1924.
Lesendur »Hlínar« mun reka minni til, að á s.l. hausti
hjet ritið verðlaunum (1. og 2.) fyrir best gerða sokka,
vetlinga og illeppa.* — Úr flestum sýslum landsins voru
sendir munir (milli 50 og 60) í samkepni þessa, sumir
mjög vel gerðir og smekklegir. Parna komu fram á sjón-
arsviðið ágætir framleiðendur, áður óþektir, og mikil til-
breytni í lit, gerð og lögun á plöggunum, mátti því margt
af þessu læra.
Konurnar, sem fengnar voru til að dæma verðlaunin,
voru frú Steinunn Frímannsdóttir frá Akureyri og frú
Guðrún Pjetursdóttir (frá Engéy), Reykjavík. Báðar eru
þessar konur ágætar tókonur. — Munirnir voru tölusettir
meðan á dómnum stóð, en nöfn engin. — Pessar konur
hlutu verðlaunin:
Fyrir sokka: 1. verðlaun (25.00) Freyja Jónsdóttir, Hof-
görðum, Snæfellsnessýslu. Handprjónaðir sokkar. 2. verð-
laun (15.00) Puríður Jónsdóttir, Sigurðarstöðum, Bárðar-
dal, S.-Ringeyjarsýslu. Vjelprjónaðir sportsokkar.
Fyrir vetlinga: 1. verðlaun (25.00) Guðrún Ólafsdóttir,
Vatnsskarðshólum í Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu. Kven-
belgvetlingar. 2. verðlaun (15.00) Steinunn Eyjólfsdóttir,
Hvoli í Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu (14 ára). Tvíbandaðir
kvenbelgvetlingar.
Fyrir illeppa: 1. verðlaun (10.00) Guðrún Ólafsdóttir,
Vatnsskarðshólum, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu. Rósaleppar.
2. verðlaun (6.00) Pórdís Guttormsdóttir, Ketilsstöðum á
Völlum, Múlaþingi. Rósabarðar, slingdir.
Það er athugavert, að verðlaun voru veitt í alla fjórð-
unga landsins.
Árið 1925 heitir íHIhu verðlaunum fyrir:
* íslensk kona, Laufey Friðriksdóttir Oberman, fylkisstjórafrú á
Sumatra, sendi >Hlín« 100.00, sem mátti verja til heimilisiönaðar-
verðlauna. — Hafi hún bestu þökk fyrir.