Hlín - 01.01.1925, Page 51
komin af góðu bændafólki. Ætt Jóns var úr Eyjafirði, en
Halldóru úr Fnjóskadal og var hún systir þeirra bræðrá
Einars alþm. í Nesi og Gísla bónda á Þverá í Dalsmynni.
Fyrst er jeg kyntist Ásrúnu, var hún ung heimasæta á
Ytra-Laugalandi í Öngulsstaðahreppi. Hún hafði þá tekið
við búsforráðum á heimili foreldra sinna, því móðir
hennar var þá þrotin
að heilsu. Faðir henn-
ar var þá
í Öngulsstaðahreppi
og umsjónarmaður
: kvennaskólans á :
Laugalandi. Jón var
umsýslumaður mikill
og hafði margháttuð
afskifti af sveitarmál-
um. Leysti hann mjög
vandræði manna, því
hann var bæði hjálp-
fús og úrræðagóður.
fví bárust margar
kvaðir á Laugaiands-
heimilið, og má geta
því nærri, að hin
unga húsmóðir hafði
snemma í mörg horn
að líta. Hún var þá hraust og gædd óvanalega miklu
starfsþreki og hugdirfð. En lundarlipurð hennar og fórn-
fýsi gerðu henni starfið þá, eins og jafnan síðan, Ijúft og
ljett. — Mjer er enn í minni hvað heimili foreldra hennar
var að ýmsu leyti frjálslegra og skemtilegra en alment
gerðist í þá daga. Hver og einn gat þar notið sín, eins
og hann hafði lundarfar og löngun til. Á sunnudags-
kvöldum var oft eitthvað gert til skemtunar: sungið, dans*
ÁSRÚN JÓNSDÓTTIR.