Hlín - 01.01.1925, Qupperneq 52
50
Hlln
að eða farið í leiki, einkum ef gestir voru kömnir, séhi
oft bar við. — Þeir sem jeg hefi síðar hitt, af þeim, sem
voru í vist hjá þessum hjónum, telja sig hafa notið þar
bestra daga í hjúastöðu, mest vegna þess hvað heimilið
var frjálst og glatt. — Jeg minnist hjer á æskuheimili
Ásrúnar af því að jeg hygg, að það hafi átt mikinn þátt
í, að gera hana að þeirri ágætiskonu, er hún síðar reynd-
ist sem húsmóðir, eiginkona og móðir.
Ásrún giftist Haraldi Sigurjónssyni Jónssonar á Einars-
stöðum og Margrjetar Ingjaldsdóttur. Voru þau og af
góðum ættum komin. Haraldur var fæddur 29. okt. 1853.
Haraldur og Ásrún bjuggu allan búskap sinn á Einars-
stöðum í Reykjadal, í Ringeyjarsýslu, nema fyrstu tvö
árin, er þau voru í Kvígindisdal. — Einarsstaðir er stór
jörð og góð. Bjuggu þau hjón þar stóru búi og rausnar-
samlegu. Höfðu þau jafnan margt hjúa og var einna
mestur stórbýlisbragur á Einarsstöðum í tíð þeirra, eftir
því sem gerðist þar um sveitir, enda var þá eigi yfir
gengin sú breytingaalda, sem hefir liðað flest stórbýli
landsins sundur í einyrkja-hokur. Haraldur var hinn mesti
fjörmaður og gleðimaður, prýðisvel gefinn, sjálfmentaóur.
Hann var viðræðugóður, spaugsamur og lipur i umgengni
við hjú sín. Ásrún var og jafnan glöð og góð í viðmóti
á hverju sem gekk. Hún átti í fari sínu og framkomu
óvenjurhikið af móðurinnileik og jafnframt móðurvaldi,
sem fylti heimilið hlýju trausti. Pau hjón voru því mjög
vinsæl af hjúum sínum og varð gott til hjúa.
Yfirburðir Ásrúnar lágu í tveimur þáttum skapgerðar
hennar. Hún átti svo mikið af trúnaðartrausti, að hún
gat mætt þungum hörmum með bros á vörum, og hún
átti svo hlýtt hjarta, að hún gat með valdi samúðarinnar
og kærleikans fylkt um sig öllu sfnu heimilisfólki. Ress
vegna lifir hún enn í minningu fólksins, sem ein af fremstu
og virðingarverðustu húsmæðrum.
Pað var ekki hin ytri sjón, persóna Ásrúnar, sem dró