Hlín - 01.01.1925, Síða 53
51
HUn
inann að sjer, því hún var alls ekki fríð kona, lág og
ekki vel vaxin, augu veik og andlitið þreytulegt, enda
var hún ein af þeim, sem í rauninni gat sagt, að hún
sæi aldrei út yfir það sem þurfti að gera. Kom víst oft-
ast svo til dyra sem hún var klædd frá önnunum, ekki
fáguð eða funsuð til. En gestirnir biðu ekki lengi þar
til þeir fundu hvað fyrir var. — Pað var ánægja þeim
glöðu og huggun þeim hryggu að eiga orðastað við
Ásrúnu. Þá sáu menn, ef í augu hennar var litið, hvað
það var, sem dróg menn að henni, svo okkur fanst hún
fallegri en þær »fríðu«. — F*að var þetta sólskin og hug-
arhlýja, sem skildi svo góða mynd eftir í huga manns,
þó hún sýndist ekki fögur í fyrsta viðliti.
Þau hjón eignuðust 8 börn, 4 þeirra dóu í æsku, en
ein dóttir, Anna, dó frá manni og 2 ungum dætrum árið
1921. Jón sonur þeirra hjóna býr á Einarsstöðum, Aðal-
björg og Einar eru ógift, hún á beima á Einarsst., en
hann í Ameríku. Ásrún misti mann sinn 19. apríl 1906
og bjó sem ekkja með börnum sínum um 10 ára skeið.
— Hún andaðist á Einarsstöðum 13. júlí 1919.
V. og K.
* Þau hjón, Ásrún og Haraldur, bjuggu stóru búi á
Einarsst. og höfðu um sig margt manna, 4 vinnumenn
og jafnmargar vinnukonur, auk þess unglinga og skyldu-
lið allmargt. Athafnir voru þá miklar á heimilinu, bæði
innan húss og utan. Tóskaparvinna mikil. Heimilisfólkið
alt klætt með heimagerðum dúkum óg annari tóvöru. —
Haraldur var smiður ágætur og hafði í mörgu að sýsla,
utan bæjar og utan heimilis.
* Jeg get ekki stilt mig um að taka lijer upp, samhliða minníngar-
orðum frá vinkonum Ásrúnar, ummæli vinar. hennar sem þekti hana
vel, bæði af því að þau eru rituð af kærleika og skilningi og af
því að þau lýsa Ásrúnu sál. og heimili hennar frá sjerstöku sjón-
armiði. Ritstj:
4*