Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 56

Hlín - 01.01.1925, Page 56
54 Hlín Fjallagrös. Eitt af mörgu sem við íslendingar hagnýtum okkur miður en skyldi eru fjallagrösin. Er það af því þau þyki of íslensk, eða nennum við ekki að afla þei'rra? Tollfrjáls eru þau þó, og eitt af því fáa nýtilega hjer á landi, sem aðrar þjóðir hafa ekki ágirnst: Norðmenn vilja eiga Snorra Sturluson, Danir Qrænland, Skotar beitilyngið, — »Scotch Heather« er nákvæmlega sama og okkar íslenska »beiti- busk«; — en nafnið á fjallagrösum á ýmsum málum: Cetraria islandica I., Iceland moss e., Islandisches Moss þ. og Islandsk Mos d., bendir á það, að fjallagrösin meg- um við eiga sjálf, hinir hirða ekki um þau. — En því þá ekki nota þau miklu meira en gert er? Pau eru afbragðs fæða mönnum og skepnum. í graut, mjólk, slátur, brauð og flatkökur eru þau óviðjafnanleg að næringargildi, holl- ustu og búdrýgindum. — Til lœkninga voru þau mikið notuð hjer fyrrum: Grasaseyði drukkið við hæsi og kvef- eða brjóstþyngslum; grös seydd í mjólk við magaveiki — einkum í börnum — og grasabakstrar hafðir við takverk °g gigt. Jeg veit ekki betur en að allar lyfjabúðir sjeu skyldaðar til að hafa jafnan til fjallagrös sem önnur læknislyf. Sumum fellur ekki vel bragðið að fjallagrösum, en öðrum þykja þau ágæt. — Á smábandsárum mínum bjó jeg nokkur ár í góðkunuu húsi í Re'ykjavík. Þar voru »margar vistarverur« á efri hæð, og leigðu þar yngis- meyjar og öldurfreyjur úr ýmsum áttum, en í dásamlegri einingu og friðsemd. Allar höfðu sjer dálítinn »kasterholu- búskap«, og brögðuðu á brugginu hvor hjá annari ef eitthvað gott var á seyði. — Ein af þessum var frú Torf- hildur Holm; henni þótti gaman að þessu, og var oft höfð fyrir »prófdómara«. Á haustin suðu allar slátur, en að eins ein hafði fjallagrös, og þurfti hún ekki meira en

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.