Hlín - 01.01.1925, Page 59
Hlin
57
sjer fjelag og langar mig til í fáum orðum að skýra frá
starfssviði fjelags þessa, sem óneitanlega alt til þessa
hefir átt við mjög erfið kjör að búa. Jeg vil þó geta
þess, að við lítum svo á sem sólarupprás fjelags okkar
sje nú í nánd — til skamms tíma hefir starf okkar ein-
ungis verið undirbúningsstarf — en nú á síðastliðnum
tveim árum finnum við fyrst, að áhugi lækna og almenn-
ings er að vakna og skilningurinn að smáþroskast fyrir
því gagni, sem vel lærðar hjúkrunarkonur geta gert, og
hversu mikla hjálp og aðstoð þær geta veitt læknum,
bæði á sjúkrahúsum og á heimilum.
j Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna er nú einn þáttur í
»Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum«, þ. e.:
hjúkrunarfjelög Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs
og Svíþjóðar hafa stofnað með sjer samvinnuheild, er
vinnur að því að hjálpa hvert öðru til að efla hjúkrunar-
stjettina hvert í sínu landi. Er þar lögð sjerstök áhersla
á að hjúkrunarkonurnar fái góða hjúkrunarmentun, bæði
bóklega og verklega. Öll hafa fjelög þessi að sjálfsögðu
3ja ára hjúkrunarnám á dagskrá sinni.
Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna hefir tekið sjér fyrir
hendur að annast um nám hjúkrunarkvenna á íslandi.
Fjelagið gefur stúlkunum kost á tvenskonar námi: 3ja
ára og tveggja ára. Þriggja ára nám er veitt þeim nemum,
er seinna ætla að gerast hjúkrunarkonur á spítölum,
heilsuhælum og i stærri bæjum. Eru þær á hjerlendum
spítölum um tveggja ára skeið, og að þeim tíma loknum
fara þær til Danmerkur eða Noregs til framhaldsnáms og
fá þá nám við skurðlækningadeild og fæðingarstofnun.
Nám þeirra utanlands tekur rúmt ár. Pær taka siðan fulln-
aðarpróf frá þeim spítala er þær Ijúka námi sínu við. —
Til þéss að geta tekið 3ja ára námið, þurfa hjúkrunar-
nemarnir að geta skilið og talað dönsku.
Tveggja ára hjúkrunarnám hefir fjelagið því miður orðið
að viðurkenna fyrst um sinn, og eru þær hjúkrunarkonur