Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 61

Hlín - 01.01.1925, Side 61
Hlln 59 15—20 sjúklinga á sjúkradeild, eða hjúkrunarkona, sem gengur frá einu heimili til annars dag eftir dag, mætir sífelt nýjum kröfum, altaf er eitthvað sem hún þarf að bæta úr; altaf verður hún að vera hjálpandi annaðhvort í orði eða verki, á hún þá ekki að hafa góðan undirbún- ing og vera þolanlega launuð? Sjerhver iðnaðarmaður þarf 3-5 ára nám til þess að vera álitinn fær um að leysa starf sitt sómasamlega af hendi. Tökum t. d. trjesmiði, járnsmiði, prentara, og þannig mætti lengi telja. — Ættum við hjúkrunarkonur, sem höfum aðhlynningu á lifandi verum með höndum, sem þurfum að þekkja hjúkrunaraðferðir, mataræði og meðferð á hinum margvíslegu sjúkdómum, er mannkynið þjá, ættum við þá að láta okkur nægja langstysta undir- búninginn undir lífsstarfið? Það má segja að við hjúkrunarkonur sjeum sýknt og heilagt að ganga um akur læknisins; hann kemur í heim- sóknir, athugar sjúklinginn og gefur fyrirskipanir, en hann hjúkrar ekki sjúklingnum nótt nje dag. Hversu ómetan- legt gagn hlýtur það þá ekki að vera fyrir lækninn, að hafa hjúkrunarkonu sem hann ber traust til vegna þess að hún kann vel til starfans. Henni er trúandi fyrir sjúkl- ingnum á milli heimsókna hans. Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna hefir ákveðið laun hjeraðshjúkrunarkvenna kr. 600.00 á ári og frítt uppihald (þ. e. húsnæði, fæði, þvott) og fríar ferðir um starfs- svæðið. — Petta þykir sjálfsagt hátt samanborið við laun þeirra stúlkna, er hafa 1 árs nám og vinna út um sveitir landsins, en mjer finst þetta hljóta að vera lágmarkið. Minna en kr. 50 00 á mánuði finst mjer ekki hægt að bjóða stúlku, sam vinnur að jafn erfiðu starfi. — Jeg get ofurvel skilið að einstaka hreppur eigi ef til vil erfitt með að borga þessa upphæð. Enda hefir niðurstaðan oft orðið sú, að hjúkrunarkonan hefir orðið að leita sjer atvinnu við heyvinnu á sumrum og saumaskap á vetrum, ef ekki

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.