Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 64

Hlín - 01.01.1925, Page 64
62 Hiln orðnir mentasetur, er það með öðrum hætti en fyrrum. Orðtakið »heim að Hólum« lifir enn. En það er fremur sem heit og sterk endurminning hjeraðsins, heldur en lifandi orðtak. í þessum forna hjeraðshætti liggur að líkindum sögu- leg rót að því, sem nú nefnist Sœluvika Skagfirðinga. Hjeraðsbúar hafa bætt sjer upp missinn með því að skapa nýja aflstöð, en með þeirn hætti gerða, að hún samsvar- ar nútíðarástæðum. Vjer vitum ekki til, að önnur hjeruð í landinu fari svipað að. En »Sæluvika Skagfirðinga« er svo merkileg, að vjer viljum vekja athygli á henni meiri, en áður hefir verið gert. Um það leyti er sýslufundur Skagfirðinga stendur yfir á Sauðárkróki, streymir þangað múgur og margmenni úr hjeraðinu. Er þá efnt tit allskonar skemtana og nytsam- legra samkvæma. F*ar eru háðir sjónleikir, söngskemtanir, þulin kvæði o. fl., flutt erindi um hjeraðs- og landsmál og settir málfundir, þar sem málin eru rædd og kapp- rædd. Á Sauðárkróki eru þá samkomur á fleiri stöðum en einum samtímis. Fyrirlestrar óg málfundir standa fram á nætur. Einn þáttinn í þessari hjeraðsgleði á Bœndakór Skag- firðinga. Nokkrir fyrirtaks raddmenn í hjeraðinu hafa um mörg ár haldið uppi æfingum og kórsöng undir forustu Pjeturs Sigurðssonar frá Geirmundarstöðum. Æfingarnar sjálfar mega teljast þrekvirki. Bændurnir búa dreifðir í víð- lendu hjeraði. Sumir þeirra er.u nokkuð við aldur. Peir láta ekkert hamla því, að þeir komi saman til æfinga. Launin eru þau, sem hinn ósíngjarni listaáhugi vinnur sjer oftast: fremd í listinni, víðfleygt orðspor og þakklæti fólksins. í Sæluvikunni gefst mörgum hjeraðsbúum færi á, að njóta þeirrar skemtunar og andlegu hressingar, sem listamenn þessir hafa að bjóða. í Skagafirði er fjelag, sem heitir »FramfarafjeIag Skag- firðinga«. Starfsemi þess er aðallega vekjandi. Pað hefir

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.