Hlín - 01.01.1925, Blaðsíða 66
64
Hlin
íslendingar þurfa fleiri þessháttar samkvæmi. Peir þurfa
fjölmennar samkomur og langvarandi — námsskeið, sýn-
ingar, hjeraðshátíðir og sæluvikur að hætti Skagfirðinga.
Við þurfum meiri samkynni, meiri hugblöndun og meiri
samræður um málefni þjóðarinnar. Vjer höfum hjer vakið
máls á Sæluviku Skagfirðinga, af því að vjer teljum hana
harla merkilegan og eftirbreytnisverðan hjeraðshátt. Önn-
ur hjeruð landsins eiga að taka hann upp. Hvenær sem
hjeruðin eignast góða menn, myndu slík almenn mót
verða þeim eins og opin leið að hugum fólksins. Pau
mót hlytu að verða menningarstofnun í hverju hjeraði.
„Sœluvika“ er vel valið heiti. Allmjög þykir mönnum
bresta á sáelu í lífinu. Heldur þykir lífið í íslenskum
sveitum daprast. Mestu skiftir jafnan að vel sje hagnýtt
það, sem völ er á. Mannfundir geta átt mikinn þátt í að
auka birtu í lífinu og svifta af hugum manna viðjum vana
og hversdagsdeyfðar. Minningar frá þvílíkum leiðamótum
almennings geta orðið sterkar, örfandi og sælar. Nafnval
Skagfirðinga er ekki út í hött. Að baki þess liggja merki-
leg lífssannindi. Öll hjeruð landsins þurfa að eignast
sínar sæluvikur á vetrum og sœludaga á vorin á hjeraðs-
mótum undir berum himni.
„Dagur.“
Sölvahellir,
Fyrir skömmu var jeg á ferð um Þingeyjarsýslu. Leið
mín lá yfir brú þá sem er á Skjálfandafljóti, lítið eitt fyrir
neðan Goðafoss. Fellur fljótið þar í þröngum gljúfrum
og hefir því orðið furðu auðvelt að brúa þennan geig-
vænlega farartálma, sem um langan aldur var svo örðugur