Hlín - 01.01.1925, Qupperneq 67
þrðskuldur á végi férðamantia. F*egar jeg var staddur á
miðri brúnni, veitti jeg því eftirtekt, að við mjer blasti
ofurlítill hellismunni í berginu að austan, til hægri hand-
ar. Var mjer sagt að hann hjeti Sölvahellir. Rifjaðist þá
upp fyrir mjer, að þegar jeg var á bernsku aldri, hafði
móðir mín sagt mjer frá þessum helli og þeim sögnum
sem við hann eru bundnar. Og af því að jeg minnist
þess ekki að hafa sjeð þessa sögu í neinu þjóðsögusafni,
eða orðið þess var að hún lifði í hugum manna alment,
hefi jeg ráðist í að skrifa hana upp og koma henni á
prént, svo að hún glataðist síður að fullu úr eigu þjóð-
arinnar.
Saga þessi gérist á þeim tíma, þegar í íslensku þjóð-
fjelagi var til sá flokkur manna, er skógarmenn voru
nefndir. — Menn sem einhverra orsaka vegna urðu að
lúta þeim harða dómi, að tapa rjetti til alls samneytis og
aðstoðar annara manna á ættlandi sínu. Menn sem frem-
ur kusu að lifa við hungur og kulda, og berjast einir
síns liðs við þá örðugleika, sem atvikin færðu þeim að
höndum, heldur en verða að yfirgefa landið, þar sem
vagga þeirra hafði staðið, og þeir lifað þau ár, sem hvíldu
að baki þeim á æfileið þeirra. Peir höfðu fengið í ríkum mæli
að erfðum einkenni víkingslundarinnar gömlu, þetta —
að víkja ekki — vera óháðir. Frelsið var fyrir öllu, þó
að þéim væri það Ijóst, að afleiðingar þess yrðu þreng-
ingar og neyð, og ef til vill dauði. — Helsti ylgeislinn
á æfibraut þessara heillum horfnu manna var sá, ef þeir
áttu því láni að fagna, að það væru einhverjir, sem ættu
þrek og djörfung til að hirða ekki um, hvaða afleiðingar
það hefði í för með sjer fyrir þá, ef þeir brutu Iög lands
og þjóðar, og hlýddu þeirri rödd sem bauð að hlúa að
þeim, er við þessi kjör áttu að búa.
Einn þessara manna var Sölvi. Hvaðan hann kom eða
hver var orsök til sektar hans veit jeg ekki. Fyrsta myndin
5