Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 68

Hlín - 01.01.1925, Side 68
66 Hlln sem við sjáum úr lífi hans, er þar sem hann er allslaus og einmana á flótta undan fjandmönnunum, sem sækja eftir að ná honum á sitt vald, og hann kýs alt fremur en það að falla í hendur þeirra. Leikurinn berst meðfram fljótinu að austan, og úrslitin virðast vera nokkurnvegin augljós. Annarsvegar er liðsafli óvinanna, en á hinn veg- inn er til fyrirstöðu skolugt, straumþungt jökulvatnið, þar sem það byltist á milli hrikalegra blágrýtishamra. — Úrslitastundin sýnist vera komin; hann tekur stefnuna að fljótinu og hverfur niður í gljúfrin. Peir sem eftir höfðu sótt hverfa til baka með þá vissu í huga, að Sölvi hafi fremur kosið að gista Hel, en falla í greipar þeirra. — Tíminn líður. Minningarnar um þennan atburð sljófgast eftir því sem árin færast yfir, og það verða æ færri og færri sem minnast útlagans horfna. En Sölvi er ekki dáinn. F*egar hann hvarf sjónum þeirra, er eftir honum sóttu, hafði hann leitað hælis í þessum litla hellisskúta í berg- brúninni, og þar dvaldi hann æ síðan. — Hann var þarna staddur í miðju hjeraði, og því eigi hættulaust að hafa mikið um sig til aðdrátta, en það sem gerði honum mögulega dvölina til langframa á þessum stað, var það að á tveim af bæjum þeim er næstir standa hellinum, bjuggu konur, sem orðið höfðu þess vísar að Sölvi dveldi þarna, og tókst þeim á laun að sjá honum fyrir þeim nauðsynjum, er hann þurfti til sín að hafa. Svona líða ár útlagans. Tilbreytingarlaus einvera í örmum hrikalegrar náttúru, sem lætur hann finna enn Ijósar til smæðar sinn- ar og vanmáttar. Stórfenglegur og þungur niður fossins kveður stöðugt við í eyrum hans og gerir hugann myrk- an og lundina þunga. — F*að er komið fram á tuttugasta ár frá því að hann kom á þennan stað. I huga hans er farið að djarfa fyrir nýjum vonum um bjartari framtíð og auðugra líf í samfjelagi við aðra menn. Vonin um frelsi og afmáða sekt eftir tuttugu ára ömurlega útlegð gérir hann Ijettan og öran á ný — og óvarkáran, Dag einn lá

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.