Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 69

Hlín - 01.01.1925, Page 69
Hiin 67 leið manna nokkurra um þessar slóðir, og fundu þeir þá sokka með stöfum Sölva, er hann hafði breitt út á klett- ana til þerris. Fangamarkið þektist, og nú var hafin leit á ný. Leitarmenn komu að Sölva óviðbúnum, og varð smátt um varnir af hans hendi. — Er því þarfleysa ein að greina frekar frá þeim sögulokum. * Ví * Eitthvað á þessa leið er saga Sölva, eins og hún hefir lifað í huga alþýðunnar, frá einni kynslóð til annarar. Mjer dettur ekki í hug að halda neinu ákveðnu fram um sannleiksgildi hennar, en jeg sje ekki beina ástæðu til að efast um að hún hafi gerst, fremur en svipaðar sagnir úr lífi annara skógarmanna á söguöldinni, þó að vitan- legt sje, að munnmælasögur sjeu altaf nokkrum breyt- ingum háðar í meðferð þeirra, er verða til að varðveita þær og skila sem annari arfleifð i hendur kynslóðarinnar, sem upp er að vaxa. Ef til vill kemur hvergi eins Ijóst fram sálarlegur og siðferðislegur þroski einstaklingsins og í því, hvaða eigin- leika og hætti í fari manna hann dáir mest í daglegu tali sínu og sögnum. Og eins hlýtur það að sýna, hvar þjóðin sem heild er stödd í þroskalegu tilliti, hvaða sög- ur það eru, sem sterkust ítök eiga í huga alþýðunnar og oftast eru hafðar um hönd. — Sem betur fer, er íslenskt þjóðlíf ekki enn komið í þá upplausn, að hætt sje með öllu að segja sögur, þegar skammdegismyrkrið og kyrðin færist yfir á heimilunum. Ennþá er það ekki árangurs- laust fyrir börnin að færa sig nær rúminu hennar mömmu sinnar eða ömmu, þegar farið er að rökkva og hún er búin að taka prjónana sína, til þess að hlusta á hana segja þeim gamlar sagnir og æfintýri, sem henni höfðu ef til vill verið sagðar, þegar hún var á þeirra reki. Við- kvæm barnslundin hrífst með og barninu finst það lifa með söguhetjunum í sorgum þeirra og gleði. En um 5»

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.