Hlín - 01.01.1925, Qupperneq 76
74
HUn
Þjórsárbrú var h.iðn.sýning frá deildunum, mjög fjölbreytt og falleg.
— í sumar gekst Sambandið fyrir að fá garðyrkjuleiðbeinanda (Rann-
veigu Líndal), er fór víða um Rangárvallasýslu, og loks er í ráði að
matreiðslunámskeið verði höfð í vetur til og frá í Árnessýslu. (Nám-
skeiðin í báðum sýslunum njóta styrks frá B. fsl, og Bún.samb.
Suðurl.) —
Án efa á >Skarphjeðinn« einnig góðan þátt í því, að hafist var
handa um hirðingu Þrastaskógar (sem er gjöf Tr. heitins Gunnars-
sonar til Ungmennasamb. ísl.). Tvö s.l. sumur hefir þar verið skóg-
vörður. —
Mikilsverð og þýðingarmikil tíðindi eru það, að Alþingi hefir
samþ. að reist yrðu á næstu árum 2 stórhýsi, er alþjóð hefir lengi
þráð að kæmust upp: Heilsuhæli Norðurlands (sem reist verður við
Kristnes í Eyjafirði) og Landsspitalinn (sem reistur verður við Reykja-
vík). — Konur leggja báðum þessum stofnunum álitlega sjóði og
eiga þannig mikinn þátt í að málið nær fram að ganga. — Fögur
minning um 10 ára jafnrjetti islenskra kvenna.
Vefnaðarkensla fór fram á Akureyri s.l. vetur eins og að undan-
förnu. — Vornámskeið i vefnaði var haldið á Eiðum eins og tíðkast
hefir. — í Vopnafirði og í Mjóanesi í Skógum í Múlasýslu fór líka
fram vefnaðarkensla. — Nú eru auglýst námskeið í Rvík og í
Stykkishólmi.
Námskeið í körfu-, bursta- og mottugerð hafa verið haldin til og
frá á árinu, t. d: í Borgarnesi. Frú Herdís Jakobsdóttir frá Eyrar-
bakka var kennarinn. Nemendur voru 26, kenslan stóð yfir í 6 vikur.
229 munir voru gerðir.
Sýning að loknu námskeiði og gerður að henni hinn besti rómur.
Sýningar hafa verið haldnar til og frá um landið, auk þeirra, sem
nefndar hafa verið. — Ein hin stærsta mun sú sýning hafa verið,
sem Ungm.fjel. >Afturelding« í Mosfellssveit hjelt 17.—20. júní. Til
hcnnar var mjög vel vandað. — Menn hafa víst ekki búist við svo
miklum og góðum h.iðnaði svo nærri höfuðstaðnum sem raun varð
á þarna.
Oft eru erfiðleikar á því meðal bænda, að afla
rlJii iofu . góðs efnjvigar j hrífuhöfuð. Úr þessu má bæta á
þann hátt að smíða þau úr olíufatastöfum. Stafirnir eru látnir liggja
í vatni. Við það minkar beygjan og verður hæfileg á hrífuhöfði.
1 sambandi við þetta er vert að minnast þess, hve þeir eru nauða-
líkir spóanum hans Páls Ólafssonar, sem enn nota trjetinda i hrifur.