Hlín - 01.01.1925, Side 77
Hltn
75
Þeir eru þó (tindarnir) sí og æ að hrynja úr, og auk þess eru þeir
dýrir. — Járntindarnir -- þar á móti — endast von úr viti og eru
eins liðugir í rakstri, éf endar þeirra eru lítið eitt beygðir aftur.
Bóndi.
í fyrravor tókum við hjóuin okkur ferð á hend-
dll Sigur sson, uf 0g komumst út á Akranes til Einars Sveins-
Skammadal i sonar mágs míns, er var á Leirá, keyptum af
Afý/-</. -Skafta- ^onnm spunavjel og lærði jeg á hana handtökin
fellssysluskrifar. ag Spinnaj i{0rn henni til Mýrdais, og hefi svo í
vetur kent fjelögum mínum, er keyptu hana með mjer, sem eru 20,
hefir gengið ágætlega. Búið að spinna og tvinna í vetur á 3. hund-
rað kg. af lopa. Láta allir vel yfir, margir hafa ofið þráðarvefi, ein-
mitt fyrir það að þeir framleiddu þráðinn á spunavjelina. — Nú er
verið að smíða 2 spunavjelar hjer í Mýrdal, sem á að nota næsta
vetur, 2 vjelar eru komnar í Skaftártungu, 1 í Landbrot og 1 er í
Dyrhólahreppi. — Af þessu má sjá, að við Skaftfellingar ætlum brátt
að komast upp á að nota spunavjelarnar, enda eru þær mesta bú-
mannsþing.
Stefán kennari
Hanness., Litia-
Hvammi i Mýrd.
V.-Skaftafells-
si’stu skrifar:
Það líður ekki á löngu áður en allir Vestur-
Skaftfellingar hafa not af spunavjelum. — Jeg
sje ekki eftir að jeg bað yður að panta vjelina
að norðan (1923), það lítur út fyrir að hún hafi
ýtt undir. Hún er eign 5 manna. 1 fyrra spunn-
um við nálægt 300 pd., mest í skammdeginu. —
Vinnan var ágæt og gekk vel þegar Iopinn var góður, en hann er
allmisjafn. — Skaftfellingar eru farnir að smíða vjelarnar sjáifir.
■ Dóttir okkar var á handavinnunámskeiðinu í
/ yr a er yjk ■ vejur 0g jjkagj ágætlega, enda er M. mjög
sirija . Hpur kenslukona. Þar er drifin handavinna af
flestu tagi og af mesta kappi: Ljereftasaumur, karla- og kvennafata-
saumur, einnig prjón, hekl og ísaumur. — Aðsóknin er mikil, svo
að nokkrum hefir orðið að vísa frá, þó eru námskeiðin 2 í vetur, 3
mánuði hvort, 16 stúlkur á hvoru og kent í 2 deildum (3 stundir á
dag), sýning haldin í lok hvers námskeiðs.
Hlutaðeigandi heimili njóta þarna mikillar og góðrar vinnu og á
kvenfjelagið þakkir skildar fyrir svo þarflegt fyrirtæki.
Prjónavjelunr er nú heldur að fjölga, þær eru 10 sem jeg veit af
í sýslunni (7 af þeim í Mýrdal), og auk þess nokkrar sokkavjelar,
sem líka eru notaðar á nærfatnað. — Það er áreiðanlega að vakna
almennur áhugi á tóskapnum og karlar eru orðnir spentir »úr þeli
þráð að spinna«, alveg eins og konur hafa löngum verið, þó erfiðar