Hlín - 01.01.1925, Qupperneq 79
77
tiltn
Það eru til sagnir um það, að í gamla daga hafi konurnar oft
lagt hart á sig að sækja eld til næstu bæja, þegar eldurinn dó á
vetrum, en eldspítur þektust ekki. — En það þarf víðar að lifa glóð
en í hlóðunum!
Konur! Varið ykkur, að eldur gleði og samúðar ekki kafni undir
daglegum erfiðleikum. — Sækið kvenfjelagsfundi, og sækið þangað
og færið þann eld.
'5/4 ’25. B. K.
Mjer þykir vænt um að geta látið yður vita,
að vefnaðarnámsskeið það, er við nokkrar konur
í Nauteyrarhreppi hjeldum á s.l. vetri gekk að
öllu leyti betur en við höfðum vænst í fyrstu,
því eins og yður er kunnugt höfðum við mist okkar sterkustu stoð
í því máli, þar sem Þórður sálugi Hafliðason var. — Eins og að
undanförnu kendi Kristbjörg Kristjánsdóttir, og stóð kenslan yfir 10
vikur fullar. Nemendur voru 6, 3 piltar og 3 konur. Vefstólar eins
og áður, gamlir, að einum hraðskyttuvefstól viðbættum. Á hann var
ofið yfir 200 álnir af tvistdúk, var þó lítil æfing fengin, því alt var
í byrjun með þennan nýja vefstól. Á gömlu vefstólana var allur út-
vefnaður ofinn. Mest var ofið af bekkábreiðum og gluggatjöldum,
ennfremur dyratjöld, altarisklæði, sessuborð glitofin (og nokkur silki-
ofin), gólfrenningar, rúmábreiður o. fl. — Að enduðu námskeiði
sýndum við á ísafirði það sem ofið var, ásamt nokkrum munum frá
fyrri námskeiðum, sem haldin hafa verið á Arngerðareyri veturna
1922—’23 og 1923—’24. Það gefur að skilja að sýning þessi hefir
verið í smáum stíl, en ísfirðingar tóku henni vinsamlega. — Jeg held
að flestir sjeu nú orðnir sammála um, að svona námskeið sjeu nauð-
synleg, en erfitt gengur það dálítið hjer hjá okkur í fámenninu, það
er svo fátt fólk til sem getur tekið þátt í að nota námskeiðin, þó
það fegið vilji. Þó höfum við hugsað okkur að reyna að halda
áfram næsta vetur í sama horfi, að öðru Ieyti en því, að nú tekur
Ungmennafjelagið það aftur á sína arma, og erum við 3 í nefnd
sem eigum að sjá um framkvæmd málsins. — Sýslusjóður veitti
200.00 til 4iámskeiðsins í vetur.
/• A
, Við höfðum hjer handavinnunámskeið mikið í
bm Sauðarkrókt Heimilisiðnaðarfjelaginu seinnipartinn í vetur.
er skrifao. Qejr q f>0rmar var fenginn frá Akureyri til
að kenna, var hjer mánuð. Nær 40 manns sóttu námskeiðið. Margir
ljómandi útskurðarhlutir gerðir. Sýning höfð í lokin. Góður rómur
gerður að henni, — Nú er námskeið fyrir börn í saumum í vor að
vanda. —
Úr Norður-ísa-
fjarðarsýslu er
skrifað % ’25.