Sumargjöfin - 21.04.1927, Síða 17
S U M A R G J Ö F í N
17
setti það á meðal lærisveinanna og
sagði þeim, að hver þeirra, sem ekki
væri eins og barn þetta, myndi . aldrei
himnaríki hljóta.
Um heiminn fer hreyfing, sem leitast
við að gjöra sem mest fyrir börnin og
veita þeim skiiyrði og mátt til að vera
ávalt slik börn, sem Kristur áminnir um.
Menn líta með von til hinna snjöll-
ustu uppcldisfræðinga, spyrja þá og læra
af þeim, og vilja feta , þeirra fótspor í
tilraunum sínum og bæta sjálfir við,
skapa og fullkomna nýbyrjað verk.
Styrjaldirnar ná oss ekki heint, ' en
fregnirnar fáum vjcr og beinar og óbein-
ar afleiðingar ná til vor þó að afskekt
sjeuin. Og fyr iriá rota en dauðrota. Vjer
höfum þá kosti og ókosti, sem fylgja þvi
að vera litil þjóð. Alt það iila, sem Lil
oss slæðist, sýrir fljótl alt það góða, og
getur f 1 jótlega borist landshornanna á
milli.
Margir skólar og skólaheimili og barna-
heimili hafa tekið til starfa víðsvegar um
heim nú á síðari tímum, með breyttu
fyrirkomulagi frá því, sem nú almerit
ríkir. Margar þessar tilraunir eru nú unl
30 ára, en nýjar hafa smámsamán bæst
við, og eftir stríðið er öllu slíku veitt
meiri eftirtekt.
Lítilsháttar ætla jeg að leyfa mjer að
minnast á þann uppeldisfræðinginn, sem
mestum byltingum hefur valdið á skól-
um og barnaheimilum, Dr. Maríu Mohtes-
sori, enda liklega sá eini þeirra, sem
hefur hugsað um stórbæina og börnin
þar. Flestir aðrir byrja tilraunir sínar þar
sem vel er í sveit komið að fegurð og
öðrum kostum.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir á heiður-
inn áf því að hafa kynt hana Is-
lendingum, fyrst með alþýðufyrírlestri,
sem hún flutti á Akureyri sumarið 1918;
hann birtist seinna í Skólabl. í ritstjórn-
artíð H. Hjörvai’ í 9,, 10. og 12. tölubl.
9. árgangs 1919. í þessum fyrirlestri ger-
ir frú Aðalbjörg ítarlega grein fyrir öllu
því nýja í uppeldisfræði hennar. I 8. tölu-
bl. 12. árg. 1920, skrifar frú Aðalbjörg
aftur um M. Montessori sjálfa og út-
breiðslu þeirra skóla sein fylgja vilja
. sömu stefnu víðsvegar um heim.
Eftir að hún hal'ði keypt hin einlold-
ustu áhöld, er Montessori notar i smá-
barnskólum sínum, hjelt hún fyrirlestur
hjer í Peykjavík og sýndi áhöldin og
skýrði þau.
Dr. M. Montessori er fyrsti kvenlækn-
irinn í Ítalíu. Hvernig henni lærðist að
feta sig áfram og verða uppeldisfræðing-
ur segir hún frá í bókum sínuin. sem
þýddar eru á mörg tungumál. Eftir að
hún tók embættispróf fjekk hún stöðu
við geðveikraspítalann í Róm. Börri, sem
voru fáráðlingar eða hálfvitar, voru þar
höfð saman við geðvcika fólkið. Fanst
henni fljótt, að þessi börn ættu fre'kar
að vera meðfæri uppeldisfræðinga en
méðalalækna. Fjekk hún því fraingengt,
að þau voru aðskilin l'rá þeim geðveiku
og tók hún sjálf að sjer að kenna
þeim. Við kenslu þessara barna var
hiin í tvö ár; þá kom það atvik fyrir,
að eitl af hálfvitum hennar tók ágætis-
próf inn i æðri skóla og veitlist það mjög
Ijett. Og þetta kom svo fyrir hvað eftir
annað og fólki fanst það ganga krafta-
verki næst. En Montessori skildi að
hraustu börnin á hinum lögskipuðu skól-
um gætu lcomist lengra, ef rjettilega væri
að farið. Hún tók nii „til óspiltra málanna
og las uppeldisfræði og barnasálarfræði
i 7 ár í Róm og að þeim loknum var bún
setl yfir l(i smábarnaskóla i allra fátæk-
asta hverfi borgarinnar. Hafði mannvin-
ur nokkur keypt þar hcil hverfi og lagað
þar alt og umbreytt, svo að hver einstök
ibúð var snotur, ódýr og vistleg og hverj-