Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 23
SUMARGJÖFIN
hnupla öðru hvoru, en mjer kemur á ó-
vart ef hann skrökvar.
Ef barni er gjarnt að segja ósatt ættn
foreldrarnir fremur að ásaka sig sjálf en
barnið. Og þau verða að venja það af
ósannsöglinni með því að leita uppi á-
stieðurnar til hennar og nema þær burtu,
og koma barninu ástúðlega og skynsam-
lega í skilning um hversvegna er betra að
segja satt en að ljúga.
Fullorðnir verða auðvitað skilyrðis-
laust að segja börnum satt og vera þeim
einlægir, ef þau eiga ekki að venjast á
ósannsögli. Foreldrar, sem kenna börnum
sínuin að það sje synd að ljúga, en hirða
ekki þótt börnin standi þau sjálf að ó-
sannindum, hljóta að missa hvern snefil
af virðingu barnanna.
Til er ein tegund lygi, sem er afskap-
lega skaðleg. Hún er sii, að hóta refsingu
án þess að láta sjer koina í hug að
standa við hótunina. Slíkt hlýtur æfin-
lega að verða til ills eins.
Ekki skal annars krefjast af börnum
en þess, sem rjettmætt er og skynsam-
legt. En liafi eitthvað verið heimtað eða
skiþað, verðnr að halda l'ast við að því
sje hlýtt, jafnvel þótt maður sjái eftir
að liafa gert það. Sje ógnað refsingu,
verður hún að vera þannig, að tiltækilegt
sje að framkvæma hana.
Og enginn skyldi treysta því að unt
sje að „plata“ barnið. Einkum er það
frámunalega vitlaust að ógna börnum
með grýlum eða öðrum slikum hræðum.
Börnin verða fyrst hræðslugjörn og
taugaveikluð af þessu, en síðar, jiegar
þau sjá í gegn um blekkinguna verða
þau tortryggin á alt, jafnt satl og logið.
El' aldrei er heimtað af barninu annað
en það, sem gengið er eftir að sje hlýtt,
venjast þau á að hlýða tafarlaust. Þau
vita að mótspyrna er árangurslaus.
En miklu varðar það, ef þetta á að
23
hepnast, að aldrei sje annað heimtað en
það, sem rjettlátt er og nauðsynlegt.
Börn, sem ekki hafa verið bæld, eru
síspyrjandi. Sumar spurningarnar eru
heimskulegar aðrar skynsamlegar. Þær
geta verið óþægilegar að svara, og þreyt-
andi, en þó verðum við að leýsa úr
þeim eins vel og við getum, og segja satt.
Ef barnið spyr eittlivað um trúar-
lirögð, verðum við að segja það, sem við
vitum sannast og rjetlast, jafnvel þótt við
vitum að lari í bága við skoðanir ann-
ara mannii.
Ef það spyr uhi dauðann, verðum við
að svara.
Þótt okkur virðist svarið hljóta að
vera utan og ofan við skilning barnsins,
þá megum við ekki hirða um það. Betra
er að segja barninu heldur of mikið en
of lítið. Það mun örva fróðleiksþorsta
þess.
Heimur sá, sem við lifum i, dýrkar hje-
góma. Barn, sem alið er upp tildurlaust
og hjegómalaust hlýtur því að líta smá-
uin augum ýmislegt, sem heimsk venja
hefur helgað og virðir. Þelta getur verið
óþægilegt. Sannleiksást er óþægileg í
mannfjelagi, sem lifir og hrærist í hræsni.
Þó kysi jeg þúsund sinnum fremur að
hörnin mín ættu í völc að verjast, og
væru auðug al' hreinskilni og sannleiks-
ást, en að þau „lcæmust vel áfram“ á
dygðum þrælsins, hræsni og yfirdreps-
skap. Jeg vildi óska að börnin min vrðu
sönn í orðum og hugsun, þótt það kost-
aði þau alla timanlega velgengni. Iijer
er meira í húfi en auður og virðing.
G. Guðjónsson
íslenskaði.