Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 26

Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 26
26 SUMARGJÓFIN cn kl. 11 eða 12 á sunmim? Nei, þau vita það ekki, og jeg býst .við, að fjöldi foreldra viti það ekki heldur. Það er dauð- ur bókstafur, sein ekkert, bókstaflega ekkert er gert til að fylgja fram. Og þó að ákvæðinu væri fylgt fram, er það ekki að bálfu gagni. Tímatakmarkið á að vera miklu fj'rr, og hjer sem annarstaðar mundi vera hægt að koma á fastri reglu í þessu efni, ef nokkuð væri gert til þess. — Það mætti lengi halda áfram að telja ujip vanrækslusyndir bæjarfjel. og heiin- ila við vesalings hörnin. En það er ekkert skemtiverk, enda getur hver og einn, sem vill sjeð óvirðingarnar sjálfur. Jeg hefi rakið nokkur rök, sem mjer skilsl að hafi skapað þetta ástand, sem nú er, og jeg verð að játa, að mjer finst í meira lagi alvarlegt. En jeg á eftir að minnast á einn aðilann um uppeldisstarfið, og það skólinn. Skólinn er í eðli sínu einmitt stofnun, sem á að aðstoða heimilin við uppéldið, og taka við þar, sem þau ekki lengur hrökkva til, og mætti því ætla, að hæjarfjelagið gerði hann svo satrfhæfan sem unt er. — Það er nú svo að til er í bænum skólahús, sem bygt er fyrir eitt- hvað 600 hörn, miðað við venjulegar kröf- ur um þægindi og kenslustundafjölda. í jietta hús er troðið framundir 1800 börn- um. Arleg skólavist er 7% mánuður. f erlendum hæjum, sem næst liggur að jafna við, minst 10 mán. Daglegur kenslu- stundafjöldi er 2—4% stund að jafnaði, eftir aldri barna. Erlendis 4—6 Skóla- skylda hefst hjer við 10 ára aldur, og endar við 14. Erlendis ýmist frá 6 eða 7—14. Það má ýkjulaust segja, að hjer njóti hörn helmingi skemri skólavistar að öllu samanlögðu en krafist er í öðrum menningarlöndum. — Hjer er j>að svo, að ölluin börnum verður að hrúga saman í jiessa einu stofnun, heilvita hörn og sið- söni verður þar að láta alast upp með andlegum vesalingum af ýmsu tæi. Erlendis hefur skólinn að minsta kosti tvískifla hjálparstofnun til að taka við slíkum hörnum. Skóla fyrir fáráðlinga og siðhótar uppeldisheimili fyrir óknytta- hörn. — Þegar þess er nú g'ælt, að lög- mál eftirlíkingarinnar er eitt hið öflug- asta sem ræður um háttu barns og venju- myndun, það vill ávalt líkja eftir öðrum, hvort heldur er í illu eða góðu, og sje um strákskap að ræða finst því jafnframt tækifæri lil að sýna hugrekki og mann- dáð, —■ jiá mætti j)að verða ljóst að hjer er árlega unnið óhæfuvej'k, og verður jafnlengi og svo er látið reka á reiðun- um og hefur verið að undanförnu. Það sígur endalaust á ógæfuhlið. Skólan- um er sniðinn svo jjröngur stakkur, að hann er máttvana. Fólkið finnur, að hann áorkar litlu, en gerir sjer ekki grein fyrir ástæðum, virðing hans þverr, og hörnin læra snemma að meta hann lítils. En J)á er um leið viðleitni skólans dauöadæmd. „Dýpra og dýpra“. Reykjavík er nú, sákir mannfjölda og aðstöðu, að verða svo voldug, að hún „gef- ur tóninn“, sem kallað er, í okkar litla þjóðfjelag. Og meðal æskulýðs bæjarins eru nú orðin svo mikil brögð að siðspill- ingu, að það má telja algenga atburði að börn sjeu dregin fyrir lögreglurjetl, sökuð um pretti, spellvirki, þjófnað, og jafnvel það sem er enn verra. Mjer virð- ist j)essir vaxandi barna-glæpir vera svo herfilegur fyrirboði, að ef ekkert er að hafst lil umböta sýnist mjer litið verða úr öllu hjalinu um fyrirmyndarmensku okk- ar íslendinga og öllum spám um glæsilega framtíð og öndvegissess ineðal menning- arþjóða. Slíkar skýjahorgir virðast mjer grátlilægilegar, meðan börnin, tilvonandi framtíðin sjálf, er látin norpa í næðingum

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.