Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 27
1) V ö L 21 fyrir. Sæti er fyrir tvo og stæði handa þeim, sem ekur. Eftir örstutta viðdvöl er eim- lestin horfin inn í Grafhálsgöng- in, en við sezt upp í' hestvagn- inn og lögð af stað niður í Flám- dal. Vegurinn liggur í bugðum of- an frá stöðinni. Víðátta fjall- anna blasir við óbyggð, eyðileg, en svipmikil og hrein. Gráar mosaþembur skiptast á við lyng- fláka og bera klettastalla, ris- mikla hamratinda og ávalar hlíðar. Og svo erum við á dal- brúninni. Lengra ‘verður ekki ekið að sinni. f rúmum tuttugu beygjum liggur vegurinn niður snarbratta hamrahlíðina og svo krappur og mjór, að hann er ófær bílum. Sumsstaðar gapir við fótum manns svimandi hengi- flug, annarsstaðar eru hlíðarnar í stöllum, vaxnar angandi reyr- gresi og skógarkjarri. Við ræt- ur þeirra brýzt Flámdalsáin fram í syngjandi löðurstrengj- um og á fossandi flúð. Jarpi klárinn, sem er gamall veðhlaupahestur af blönduðu kyni, þræðir sneiðingana af undraverðri nákvæmni og gam- alli venju. Hann hefir rölt þessa leið fram og aftur dag eftir dag mörgum sumrum saman. Stund- um hefir hann orðið að draga ístrubelgi, sem hvorki vildu né gátu lagt á sig gönguna, upp snarbratta sneiðingana. f þetta sinn þyngir hann ekki annað en kerran ein. Á eftir okkur kemur löng lest af vögnum, hlöðnum farangri. Undir afturhjóli hvers vagns er járnskíði. Hjólið snýst ekki, heldur rennur skíðið niður bratt- ann og tekur þannig hraðann af vagninum, sem annars myndi hrinda hestinum með ofurþunga undan brekkunni. — Því er veg- urinn um þessa stórbrotnu byggð ekki gerður bílfær? Um leið og ég varpa þessari spurningu fram og til ökumanns- ins, kveða við háir skothvellir ekki alllangt burtu. Þeir koma hver eftir -annan, einn, tveir, þrír. Svo ríður yfir þungt, drynj- andi þrumuhljóð, sem bergmál- ar milli fjallanna. Hér er verið að leggja járn- braut. Uppi í hlíðinni, gegnt okk- ur, er hjalli í berginu. Hann nær spottakorn eftir svörtum hamra- veggnum, en þrýtur við tvö op, sitt við hvorn enda hans. Þarna eru menn að vinna, þaðan ber- ast sprengjudunurnar, sem við heyrum. Járnbrautin milli Óslóar og Bergen er efalítið stórfengleg- asta mannvirkið á Norðurlönd- um, og þótt víðar væri leitað. Leiðin eftir henni, milli þessara stærstu borga landsins, er um 500 km. og liggur yfir þvert há- lendi Noregs. Þar sem brautin liggur hæst, er hún í 1300 m. hæð frá sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.