Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 52
46 D V O L deild háskólans“ eftir Gunnar Benediktsson. Ennfremur: „Er menningin í hættu?“ eftir rit- stjórann Kristinn E. Andrésson. Hér yrði of langt mál að fara úl í efni þessarra ritverka hvers fyrir sig. En það, sem er ein- kennandi fyrir þessa bók í heild og gefur henni mest gildi, er sá hispurslausi vilji og áhugi, sem logar í línum hennar, samíara yfirleitt vönduðum málflutningi. Um skoðanirnar verður hver að dæma fyrir sig. Og svo komum við að því síð- asta, en ekki því sízta af óbundnu máli. Ég trúi því tæplega, að þeir, sem lesið hafa Söguna um San Michele, hafi ekki rumskast, er þeir fréttu um nýja bók þýdda á íslenzka tungu eftir sama höf- und. A. m. k. fór ég bráðlega á stúfana, er bókin: „Frá San Michele til Parísar“, eftir Axel Munthe kom út í íslenzkri þýð- ingu. Munthe er einn þeirra galdra- manna, sem er þeim góðu gáfum gæddur, að geta ekki einungis skilið mennina sjálfur út í æsar, heldur er einnig fær um að gera þá auðskilda öðrum mönnum. En það eru ekki mennirnir einir, sem njóta samúðar hans og skiln- ings. Dýrin, grösin, já, jafnvel kaldir steinarnir hlægja og gráta í penna hans, þessa manns, sem ekki gerir einu sinni kröfu til þess að vera talinn rithöf- undur. I bók þessari eru fimmtán þættir, ritaðir í sama stíl og þættirnir í Sögunni af San Mich- eíe. Sumir þessara þátta hafa verið þýddir og birtir áður í þessu tímariti, svo sem: „Við, sem höfum yndi af hljómlist", „Rafaella“ og „Monsieur Al- fredo“. Auk þess koma ýmsir velþekktir vinir úr Sögunni af San Michele hér fram á ný. Gildir það bæði um menn og dýr. Allir þættirnir eru frásögur úr lífi eða samtíð höfundarins sjálfs, speglanir á litbrigðum lífsins, stórum sem smáum, — dregnar fram af frábærri alúð og umhyggjusemi. Sérstaklega njóta dýrin umhyggju hans. Hjá þeim unir hann sér betur en hjá mönnunum. Hann er mannvinur, en þó í fyrsta lagi dýravinur. Engan mun iðra að lesa þessa bók. Hún er sýnu betri en kenn- ingar margra þeirra, sem kenni- menn kallast. Af þeim ljóðabókum, er kom- ið hafa á markaðinn, skal fyrst nefna: „Það mælti mín móðir“, sýnishorn af kveðskap þrjátíu kvenna. Kver þetta er mjög snot- ur útgáfa, birtir gamalt og nýtt, þekktra og lítt þekktra höfunda. Vafalaust munu ýmsir vinir kvennanna sakna margs, er tal- izt gæti betra því, er þarna birt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.