Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 63
D V ö L
57
fór niður aftur. Já, nú hafði
hann gert það! Þáð ást hennar,
játað sína eigin! Hann hafði
ekki tekið neina bók með*sér
úr herberginu. Svo gekk hann
út að græna stólnum, settist þar
og starði út í loftið eins og í
leiðslu, fullur sigurgleði og sam-
vizkubits, en allt í kringum hann
var fólkið önnum kafið við bú-
störfin. Hann hafði enga hug-
mynd um hve lengi hann var
búinn að sitja svona hreyfing-
arlaus, þegar hann sá, að Joe
stóð þar rétt hjá honum. Ungi
maðurinn hafði auðsjáanlega
verið við erfiðisvinnu úti við,
hann tvísteig og dró andann
djúpt, andlitið var blóðrjótt og
loðnir, sólbrunnir handleggir
komu fram úr bláum, uppbrett-
um skyrtuermunum. Rauðar var-
irnar voru opnar og bláu augun
með löngu augnahárunumstörðu
ákveðið á Ashurst.
,,Jæja, Joe, get ég nokkuð
gert fyrir yður“, sagði Ashurst
glettnislega.
„Já“.
„Hvað þá?“
„Þér getið farið burt. Við
kærum okkur ekkert um að hafa
yður hér“.
Andlitið á Ashurst var aldrei
neitt tiltakanlega blítt eða auð-
mjúkt, en nú setti hann upp sinn
hörkulegasta og drembilegasta
■svip.
„Svo að þér segið það, en nú
ætla ég að láta yður vita, að ég
vil heldur, að hitt fóllíið segi sitt
álit sjálft“.
Ungi maðurinn gekk eitt eða
tvö skref nær.
„Hvernig stendur á að þér
farið ekki héðan?“
„Af því að mér fellur vel að
vera hér“.
„Yður hættir að falla það vel,
þegar ég er búinn að berja yð-
ur, svo að um munar!“
„Nei, er það mögulegt? Hve-
nær höfðuð þér hugsað yður að
hefjast handa?“
Joe svaraði aðeins með hinum
djúpa andardrætti, en augu
hans voru eins og í reiðum tarfi.
Svo var eins og allt í einu færu
krampadrættir um andlitið.
„Megan kærir sig ekkert um
yður“.
Ashurst varð gripinn svo
mikilli afbrýði, fyrirlitningu og
reiði gagnvart þessum feita og
luralega bóndastrák, að hann
missti al'veg stjórn á sér; hann
stökk á fætur og ýtti stólnum
aftur.
„Farið þér til fjandans!"
Og í því hann sagði þetta, sá
hann, að Megan stóð í dyrunum
með ofurlítinn mórauðan hvolp
í fanginu. Hún gekk hratt í átt-
ina til hans.
„Hann er með blá augu“,
sagði hún.
Joe sneri sér við og fór; hann
var eldrauður aftan á hálsinum.
Ashurst bar fingurinn upp að
kjaftinum á litla mórauða kvik-