Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 32

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 32
26 D V Ö L sem sýndu þær tölur, er hægt væri að staðfesta 'sem met. Fimm sinnum var hann búinn að fljúga upp í háloftin og hafði þar að auki unnið við tilraunir á rann- sóknastofu til þess að kynnast því, hvernig dvölin væri uppi í hinum þynnri loftlögum. Hann vissi, að hvíta miðsumarsólin skein óþolandi bjart, þegar gufu- hvolfið var ekki lengur til þess að draga úr. Hann vissi vel, að í slíkri hæð er ískuldi eins og um vetur, jafnvel í júlímánuði. Cre- cy var dúðaður í loðkápu og með loðna skinnvettlinga á höndun- um; auk þess hafði hann raf- magnshita við staurfótinn, sem var alltaf svo viðkvæmur fyrir kulda. Andlitið var vel smui’t í feiti. Hann hafði einglyrni fyrir öðru auganu og stór fluggler- augu utan yfir, til hlífðar. Hann flaug enn hærra. Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir næddi vindurinn beittur eins og jagartennur um fætur hans. And- litið þrútnaði af kulda, þrátt fyr- ir feitina. Málmhlutar vélarinn- ar drógust saman í kuldanum og flísar hrukku úr þeim af titringn- um frá hreyflinum, eins og brot úr þakhellu. Hann andaði að sér súrefni gegnum lítið munnstykki, cins og hann væri að reykja pípu. Þegar Victor Crecy undirfor- ingi var kominn milli 9,000 og 9,500 metra upp í loftið, vaknaði fögnuður hans við þá hugsun, að engin lifandi vera hefði nokkru sinni fyr lagt leið sína um þenna hluta geimsins. Hann var hetja. Hann hafði barizt við grimma óvini, sem voru að baki honum; hann hafði látið kúluregnið dynja úr mikilli — já, næstum óendanlegri hæð, um leið og hann féll, og svo hafði hann lent innan um víggirðingar og skot- grafir. Þunnleita, ákefðarlega andlitið hans, ,,saumhöggið“, eins og vinir hans kölluðu það, var yndi allra ljósmyndara og þekkt meðal milljónanna sem hið sanna tákn um hugrekki nú- lifandi kynslóðar. En svo, í 10,300 metra hæð herptist and- lit hans allt í einu saman undir þykka feitilaginu og munnur hans opnaðist í örvæntingar- geispa og lokaðist aftur. Undir- foringinn heyrði ekki lengur til vélarinnar; ský dró fyrir augu hans; tungan og kverkarnar þornuðu; hann kvaldist af hungri. Það var farið að dimma, bráðum skylli nóttin á. Hann fór að tala við sjálfan sig — það hafði aldrei komið fyrir hann áð- ur. ,,10,982 metra undir sjónum .... móðir mín er ekki beinlín- is svört, frekar brún. Ég hefi ver- ið að bisa við að komast upp í 2,900 klukkustundir og er ekki kominn nema 11 metra. Nú væri ekki amalegt að fá nautakjöt að borða. Mikið djöfull er tíminn fljótur að líða. Ég las 29. en það er þá reyndar 92.“ Einmitt þegar hann var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.