Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 44

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 44
38 D V Ö L mér finnst ég hafa séð það í speglinum . . . á sjálfum mér! Honum fundust þessi orð sín svo heimskuleg, að hann roðn- aði, þótt það, sem betur fór, sæ- ist ekki í tunglsbirtunni. Og svo svaraði hún, glöð og hlæjandi: — Hverjum ættirðu svo semað líkjast, ef ekki mér? Þú, sem ert sonur minn — hugkvæmdist þér það ekki? Það datt alveg yfir hann. Það var þó ekki þessi vitneskja, sem kom honum svo á óvart, heldur hitt, að hann skyldi aldrei hafa áttað sig á þessu sjálfur. En um leið fannst honum þó, sem hann hefði alltaf vitað þetta, en aðeins hefði vitundin um það verið svo djúpt grafin í hugskoti hans, að hún hefði aldrei náð upp á yfir- borðið. Og alveg eins og hún hefði lesið hugsanir hans, kinkaði hún kolli og sagði: — Já, bú hefir vitað þetta, þótt þér hafi aldrei hugkvæmzt það, eða er ekki svo? Hann játaði því. — En nú, sagði hún, er bezt að þú farir inn og heilsir Kristínu frænku þinni. Þú skalt fara einn, drengur minn, og þú skalt vera vingjarnlegur við hana. Hún hef- ir breytzt mikið og henni þykii' innilega vænt um þig nú. Ég veit þetta með vissu, svo að þér er óhætt að treysta orðum mín- um. — Getur þú ekki komið með mér? spurði Charles, og hann bætti við hikandi: Mamma. Svo varð hann ákafur: — Komdu með mér! Það verð- ur mér svo miklu auðveldara, ef þú ert með! Hvers vegna þarf ég að fara einn inn til hennar? Með hinni sömu mildu rödd, er hafði hamlað honum frá að faðma hana að sér, sagði hún: — Þú gerir það vegna þess að ég bið þig um það. Hann hlýddi. Hann hafði bú- izt við því að dyrnar mundu vera opnar og Ijós í anddyrinu og einhver af þjónunum til að taka á móti sér. En dyrnar voru læst- ar, og það var fyrst, er hann hafði barið og hringt langa stund, að hann heyrði fótatak fyrir innan og dyrnar voru opn- aðar. Kristín frænka kom ofan úr svefnherbergi sínu, klædd í yfir- höfn og með pappírsvöndla í hvítu hárinu. Hún grét af gleði og fögnuði. — Guð blessi þig, drengur minn, og vertu velkominn heim, sagði hún. Og hún spurði hann spjörunum úr um fjöldamargt, sem hann varð að svara, áður en hann kom sér að því að vekja máls á því, hvers vegna hann hefði komið einn inn. — Leonora vildi, að ég færi einn inn á undan sér, sagði hann. — Leonora? í hinni daufu birtu í anddyr- inu virtist andlit gömlu konunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.