Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 42
36 D V 0 L hennar svifi út um gluggann og héldi eftir veginum á móti hon- um, sem hún þráði — en líkam- inn var kyrr innanveggja, eins og innihaldslaust og yfirgefið hylki. Charles Louis kom heim. Hann hafði ratað í svo margvísleg æf- intýri, að það hefði verið nóg efni í heilar bækur að skýra frá helmingnum af því, en að lok- um hafði heimþráin dregið hann aftur heim að Austurvík. Hugsunin um mjúkar hendur Leonoru og hið blíða bros henn- ar, hafði fylgt honum gegnum frumskóga Afríku, haldið lífinu í honum, þegar hann lá fyrir dauðanum í malaríu eða þegar hann, með krampa í öllum fingr- um, hékk í reiðanum eftir skip- brot. Hvort sem hann ferðaðist á landi eða sjó, skildi þessi hugsun aldrei við hann, og nú, eftir fimmtán ár, var hann kom- inn heim. Hann steig á land í Trálle- borg, athugaði ferðaáætlanirn- ar og komst að þeirri niðurstöðu, að járnbrautarlestirnar í Sví- þjóð færu alltof hægt yfir. Nú þegar hann var kominn svo langt, greip hann óstjórnleg ó- þolinmæði og hann var ekki í rónni, nema hann kæmist til Austurvíkur samstundis. Hann hafði þann hæfileika til að kom- ast leiðar sinnar, er þeir einir fá, er ferðazt hafa í Afríku, og vegna þessa hæfileika síus fékk hann af tilviljun far með flug- vél, er fór þá um kvöldið til Malmslátt. Þaðan og til Austur- víkur var ekki nema tveggja mílna leið, sem hægt var að komast á stuttri stundu í bif- reið. Hann náði bernskustöðvum sínum á meðan tunglið var enn á lofti. Þetta var í ágústmánuði. Nóttin var ein af þessum töfra- nóttum, þegar tré, runnar og steinar fá líf — þegar öll nátt- úran lifir því lífi, er mennirnir sjaldan hafa hæfileika til þesj að skynja. Jafnvel algengu', hversdagslegur vegur með nýj- um hjólförum getur á slíkum nóttum hlegið á móti langþreytt- um vegfarandanum og boðio hann velkominn. Hann staðnæmdist í leiðslu vio búgarðshliðið í Austurvík, óg sem í leiðslu heyrði hann þytinn í bifreiðinni, er flutt hafði hann þangað, en nú var að fjarlægj- ast, unz hún hvarf með öllu í hina djúpu þögn næturinnar. Hann var í senn ofsaglaður óg með grátstafinn í kverkunum — líklega hafði honum aldrei verið það jafnljóst og nú, hve mikils virði þetta gamla herra- setur var fyrir hann. Nú var eins pg hann fengi krampateygj- ur í hjartað við að sjá það á ný. Honum var á þessari stundu ómögulegt að skilja það, hvernig hann hafði getað verið svo lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.