Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 39
Ð V Ö L 33 ófreistað, er orðið gæti til að draga úr því. Ættingjarnir töluðu um fyrir henni án afláts: Gat hún ekki skil- ið það, stelpukjáninn, að þetta var óviðeigandi með öllu? Var henni það ekki ljóst, að það myndi stór- spilla fyrir því, að hún giftist sæmilega, ef hún væri ósveigjan- leg í þeim ásetningi sínum að ala upp þennan ókunna króga? Og hafði henni aldrei dottið í hug, að þetta kynni að vekja umtal og að hið góða mannorð hennar kynni að líða við það óbætanlega hnekki ? En Leonora lét sér ekki segjast. Hún hafði tekið drenginn að sér og ætlaði ekki að láta hann frá sér aftur. Hann tilheyrði henni og þar með var málið útrætt frá henn- ar hálfu. Enginn skildi í því, h'vaðan hinni veikgeðja, góðlyndu stúlku kom slíkt viljaþrek. Enda fór svo að lokum, að ættingjarnir urðu að láta undan síga og gera sér að góðu það, sem orðið var. Þeir vildu nefnilega alls ekki eiga það á hættu, að þeim yrði út- skúfað í Austurvík. Það var venja fjölskyldunnar að dvelja þar um jólaleytið og í sumar- leyfinu. Og herrasetur á borð við Austurvík, þar sem heilir hópar máttu d^elja vikum saman og heimta allt eins og heima hjá sér, voru sannarlega ekki á hverju strái nú á dögum. 1 orði kveðnu létu þeir því sem ekkert vgeri. En undir niðri sauð í þeim gremjan, og það var segin saga, að ef tveir eða þrír meðlimir Holckers-ættarinnar hittust, þá var umtalsefnið hin. blygðunarlausa hegðun Leonoru og hin ótrúlega ósvífni hennar gagnvart ættinni. Kristín hallaðist algerlega á sveif með ættingjunum. Þegar hún nálgaðist fertugsaldurinn, var geðslag hennar orðið með þeim hætti, að hún var í stöðugri leit eftir einhverjum, sem hún gæti hellt yfir úr skálum reiði sinnar. Og nú var hegðun Leo- noru henni kærkomið tilefni. Hin réttláta reiði við systurina reynd- ist undraverður læknisdómur fyr- ir Kristínu. Og um leið og dreng- urinn var orðinn það þroskaður, að hann skildi, hvað við hann var sagt, fékk hann óspart að kenna á því sama. Það var aðeins hið miðaldra vinnufólk í Austurvík, sem gekk til liðs með drengnum og Leo- noru. Hún hafði frá því fyrsta átt óskipta ást og aðdáun vinnu- fólksins og alveg sama máli gegndi um drenginn. Hann var indæll og elskulegur í augum þeirra. Charles Louis Holcker, en svo hét Svisslendingurinn litli, ólst upp við aðbúð, sem var allt ann- að en friðsæl eða gleðirík. Aðra stundina naut hann ástaratlota Leonoru og aðdáunar og eftir- lætis vinnufólksins, en hina stundina hafði hann engan frið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.