Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 67

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 67
D V Ö L 61 og skríkjandi skvampið í lækn- um lét nú hálfu hærra í eyrum en á daginn. Einhver fugl, hann vissi ekki hver, gargaði „Pip- pip“, ,,Pip-pip“, einstaklega til- breytingarlaust; hann heyrði ugluvæl og krunk í nátthrafni langt í burtu. Ashurst gekk eitt eða tvö skref áfram. svo nam hann aftur staðar;honum fannst óljóst eitthvað hvítt og lifandi vera allt í kringum höfuðið á sér. Tunglsljósið, sem flóði yfir trén, dökk og hreyfingarlaus, vakti til lífsins með töfrum sín- um óteljandi mislit blóm og mjúka brumhnappa. Honum varð svo einkennilega innan- brjósts og honum fannst, að í raun og veru væri hann ekki einn, heldur hefði ógrynni af hvítum fiðrildum eða smávofum svifið þarna til hans, tekið sér bólfestu milli hins dökka him- ins og jarðarinnar, sem var enn þá dekkri og væru nú ýmist að þenja út vængina eða dragá þá saman beint fyrir framan augun á honum. í heillandi fegurð þessa kyrrláta augnabliks, var hann nærri búinn að gleyma, til hvers hann hafði komið út í garðinn. Hinn síkviki töfraljómi, sem hvílt hafði yfir jörðinni all- an daginn, hvarf ekki, þegar tók að kvelda; hann var aðeins bú- inn að taka á sig þessa nýju mynd. Ashurst hélt hægt og hægt áfram gegnum þéttan runna, sem var þakinn af þessu hvita, lifandi dufti, og kom svo að stóra eplatrénu. Þótt ekki væri bjai't, sást greinilega, hve það var miklu stærra en epla- tré almennt gerast. — Þarna sveigðist það út í áttina til slétt- unnar og lækjarins. Undir hin- um gildu greinum eplatrésins stanzaði hann aftur til þess að hlusta. Hann heyrði nákvæm- lega sömu hljóðin og áður og lýtið í dauðsyfjuðnm grísunum uppi við garðinn. Hann lagði höndina á þurran, hálfvolgan otofninn, og þegar hann snerti óslétta, mosavaxna börkinn, barst trjáilmurinn að vitum hans. Skyldi hún koma? Og í þessu tunglslýsta töfraumhverfi fór hann að efast um allt. Hér var allt svo langt frá því að vera jarðneskt og hæfði ekki jarð- neskum elskendum, heldur að- eins guðum og gyðjum, skógar- álfum og lækjadísum — það hæfði ekki honum og þessari litlu sveitastúlku. Ætli það yrði ekki næstum því fróun fyrir hann, að hún kæmi ekki? En alltaf var hann að hlusta. Og enn var þessi ókunni fugl að garga „Pip-pip“, „Pip-pip“, og litli silungalækurinn þvaðraði, meðan tunglið varpaði á hann ljóma gegnum opin á trjáþak- inu hans. Blómin fyrir framan augun á Ashui*st virtust lifna æ betur og betur við með hverju augnabliki, sem leið, og þessi dularfulla, hvíta fegurð þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.