Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 62
56 I) V O L lagt allt. Það var undarlegt, að hann skyldi ekki sjá hana, að henni skyldi ekki einu sinni bregða fyrir! Og ástarkvæðið, sem hann sökkti sér niður í að yrkja undir eplatrjánum daginn áður, fannst honum nú svo lé- legt, að hann reif það í tætlur og fleygði því. Hvað hafði hann vitað um ást áður en hún greip um hönd hans og kyssti hana? Og nú — hvað vissi hann ekki um ástina nú? En að skrifa um hana, það fannst honum hrein- asti barnaskapur. Hann fór upp í svefnherbergið sitt til þess að sækja bók og hann fékk ákafan hjartslátt, þegar hann sá, að hún var þar að búa um rúmið. Hann stóð kyrr í dyrunum og horfði á hana; og allt í einu beygði hún sig niður í einhverj- um trylltum fögnuði og kyssti koddann, þar sem lautin var eftir höfuð hans. Hvernig í ósköpunum gat hann látið hana vita, að hann hefði séð þenna yndislega ástúðar- vott? Og þó væri enn verra, ef hún heyrði hann læðast í burtu. Hún tók upp koddann og hélt honum milli handa sér, eins og hún fengi sig ekki til þess að hrista hann og afmá farið eftir vangann; svo lét hún koddann niður aftur og sneri sér við. ,,Megan!“ Hún greip höndunum snöggt fyrir andlitið, en augu hennar virtust stara inn í sál hans. Hann hafði aldrei séð fyrr, hvað þessi aaggbjörtu augu voru djúp og tær, full af viðkvæmni og trún- aðartrausti. Hann stamaði: „Það var fallegt af yður að vaka eftir mér í gærkvöldi". Hún þagði enn:, og hann hélt áfram óstyrkum rómi: „Ég var á gangi fram og aft- ur um heiðina; það var svo gaman að vera úti í nótt. Ég — ég kom bara til þess að sækja bók“. En svo þyrmdi allt í einu yfir hann, þegar hann hugsaði um kossinn, sem hún þrýsti á kodd- ann hans, og hann gekk til henn- ar. Hann snerti augu hennar með vörum sínum og undarleg æsing greip huga hans: „Nú hefi ég gert það! I gær kom það allt svo óvænt — og skyndilega; en nú — nú hefi ég gert það!“ — Stúlkan lét enni sitt hvíla við varir hans, en nú færðust þær niður á við, unz þær mættu vör- um hennar. Þessi koss, sem í raun og veru var fyrsti ástar- kossinn — ókunnur, dásamleg- ur, ennþá varla nema sakleysið sjálft — í hvorri sálinni kom hann af stað meira róti? „Komdu að stóra eplatrénu í kvöld, þegar fólkið er farið að sofa. Megan — lofaðu því!“ Hún hvíslaði á móti: „Ég lofa því!“ En svo greip hann ótti við föla andlitið hennar, ótti við allt, og hann sleppti henni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.