Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 12
6 D V Ö L manni sómdi, og eftir það kom hann á hverjum sunnudegi, því að hann var mjög ástfanginn af mér. Mér geðjaðist einnig að honum, enda var hann geðugur náungi í þá daga, og í stuttu máli sagt, lá giftum við okkur í september- mánuði haustið eftir og settum á stofn verzlunina í Rue des Mar- tyrs. I nokkur ár áttum við við ýmsa örðugleika ^ð stríða, herra minn. Verzlunin gekk illa og við höfðum ekki efni á að veita okk- ur margar skemmtiferðir út í sveitina, svo að við urðum þeim afvön. Maður hefir öðru að sinna, og þeir, sem hafa svona starfá með hönduin, hugsa meira um peningakassann en skemmtanir. Og eins og oft er um rólynt fólk, sem gefur ástinni lítinn gaum, þá ^ltumst við smám saman, án þess að verða þess vör. En menn harma ekki tjónið fyrr en þeir sjá, hvað þeir hafa misst. Loks fór verzlunin að ganga betur og við urðum rólegri um framtíðina. Jæja, þér skiljið, herra minn, 'S veit ekki vel, hvernig mér var innan brjósts — nei, ég veit það eiginlega ekki, en ég varð draum- lynd eins og skólatelpa. Þegar ég sá litlu vagnana, sem ekið var um göturnar fullum af blómum, þá komst ég svo við, að mér lá við gráti. Ylmur fjólanna heillaði mig, þar se.m ég sat í stólnum á bak við peningakassann, og hjarta mitt barðist ákaft. Þá stóð ég oft á fætur, gekk út að dyrunum og horfði á bláan himininn milli húsþakanna. Þegar ég horfði á himininn svona af götunni, þá var eins og ég sæi fljót streyma yfir París — stórt fljót, sem bugðaðist áfram. Og svölurnar líða þar til og frá eins og fiskar. Á mínum aldri er það heimskulegt að hugsa svona. En hvað á fólk að gera, þegar það hefir þrælað alla sína æfi. Stundum finnst mér að ég hefði getað gert allt annað, og þá — þá iðrast ég — já, ég iðrast! •— Hugsið þér yður bara, að fyrir tuttugu árum, þá hefði ég getað orðið aðnjótandi kossa úti í skóg- inum, alveg eins og aðrar konur. Ég hugsaði um, hvað það væri indælt, að hvíla undir laufi trjánna og eiga elskhuga. Ég hugsaði um það á hverjum degi og hverri nóttu. Mig dreymdi um tunglsskinið á veturna, unz ég fylltist löngun til að drekkja mér. í fyrstu dirfðist ég ekki að tala um þetta við hr. Beurain. — Ég þóttist vita, að hann myndi skopast að mér og senda mig burt til að selja baðmullarefni og nál- ar. Og auk þess, ef satt skal segja, þá var hr. Beaurain mjög fámáll, en þegar ég sá mig í spegli, þá varð mér það einnig ljóst, að eng- inn maður gæti framar sótzt eft- ir mér,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.