Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 22
16 D V Ö L gekk hann inn að dyrunum og opnaði þær. — Núh. Þar var enginn. Rúm þeirra Þorbjargar stóðu sitt undir hvorri hlið herbergisins, en milli þeirra, undir glugganum, stóð kommóða Þorbjargar. 1 fljótu bragði virt- ist Hjalta allt vera með kyrrum kjörum, en svo varð honum litið á snagann að hurðarbaki við ^ndann á rúminu hennar. Snag- inn var auður. Þar áttu peysuföt Þorbjargar að hanga. — Huh. Ekki nema það þó. Ekki að spyrja að vargaskapn- um. Þotin burtu. — Sú verður víst ekki lengi að koma aftur — spá’eg. — Það verður varla lengi friður, hugh. — Hjalti ranglaði nú um stund frammi í eldhúsinu. Hann gekk út, en kom fljótlega inn aftur. Svo fór hann að hátta. Hann settist á rúmstokkinn og fór að tína af sér spjarirnar. Hann lagði sokkana ofan á skóna og buxurnar í hrúgu til hliðar. Þær voru gamlar og snjáðar og ekki um nein brot að ræða. Það gerði þeim ekkert til. — Svartur köttur kom inn í dyragættina. Hann skaut upp kryppunni og bugðaði skottið um leið og hann nuddaði sér upp við hurðarkant- inn. Það marraði í hurðinni. — Hugh, farðu, svei! Kötturinn mjálmaði ámátlega og leit á Hjalta eins og hann væri að spyrja eftir einhverju. Þá mundi Hjalti, að hann hafði gleymt að borða kvöldmatinn. Daginn eftir var það altalað í götunni, að Þorbjörg væri farin frá Hjalta. Kerlingarnar stönz- uðu á götuhorninu og sögðu hver annari frá. — Fyrr má nú vera vitleysan! — Já, það er sosum ekki að furða. Hafa þau ekki alltaf ver- ið að rífast daginn út og daginn inn ? — Ja, rí'fast, blessuð vertu. Eg hélt þau gætu nú ekki lifað án þess. — Aumingja karlinn! — Ja, svei. Ekki kenni eg í brjósti um hann. Eins og hún Þorbjörg hefir líka unnið og þrælað, og svo ekki nema rex og skæting í kaup. — Mér finnst það bara leið- inlegt. — 0, hún kemur aftur, bless- uð vertu. Hann sækir hana, ef nkki vill betur til. — En Þorbjörg kom ekki aftur, og sumarið leið. Hjalti saxaði tóbakið, það gekk nú allt saman vel, en það var dálítið erfiðara að búa til matinn. — — Hvar hefir þú ráðskonuna, Hjalti minn, sögðu nágrannarnir. — O, hún fór upp í sveit. — Á hún skyldfólk þar? — Jú, jú — hún var lengi búin að ætla sér. ■— Þá brostu þeir, sem spurðu, dálítið ill- kvittnislega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.