Dvöl - 01.01.1937, Side 22
16
D V Ö L
gekk hann inn að dyrunum og
opnaði þær.
— Núh.
Þar var enginn. Rúm þeirra
Þorbjargar stóðu sitt undir hvorri
hlið herbergisins, en milli þeirra,
undir glugganum, stóð kommóða
Þorbjargar. 1 fljótu bragði virt-
ist Hjalta allt vera með kyrrum
kjörum, en svo varð honum litið
á snagann að hurðarbaki við
^ndann á rúminu hennar. Snag-
inn var auður. Þar áttu peysuföt
Þorbjargar að hanga.
— Huh. Ekki nema það þó.
Ekki að spyrja að vargaskapn-
um. Þotin burtu. — Sú verður
víst ekki lengi að koma aftur —
spá’eg. — Það verður varla lengi
friður, hugh. —
Hjalti ranglaði nú um stund
frammi í eldhúsinu. Hann gekk
út, en kom fljótlega inn aftur.
Svo fór hann að hátta.
Hann settist á rúmstokkinn og
fór að tína af sér spjarirnar.
Hann lagði sokkana ofan á skóna
og buxurnar í hrúgu til hliðar.
Þær voru gamlar og snjáðar og
ekki um nein brot að ræða. Það
gerði þeim ekkert til. — Svartur
köttur kom inn í dyragættina.
Hann skaut upp kryppunni og
bugðaði skottið um leið og hann
nuddaði sér upp við hurðarkant-
inn. Það marraði í hurðinni.
— Hugh, farðu, svei!
Kötturinn mjálmaði ámátlega
og leit á Hjalta eins og hann
væri að spyrja eftir einhverju.
Þá mundi Hjalti, að hann hafði
gleymt að borða kvöldmatinn.
Daginn eftir var það altalað í
götunni, að Þorbjörg væri farin
frá Hjalta. Kerlingarnar stönz-
uðu á götuhorninu og sögðu hver
annari frá.
— Fyrr má nú vera vitleysan!
— Já, það er sosum ekki að
furða. Hafa þau ekki alltaf ver-
ið að rífast daginn út og daginn
inn ?
— Ja, rí'fast, blessuð vertu. Eg
hélt þau gætu nú ekki lifað án
þess.
— Aumingja karlinn!
— Ja, svei. Ekki kenni eg í
brjósti um hann. Eins og hún
Þorbjörg hefir líka unnið og
þrælað, og svo ekki nema rex og
skæting í kaup.
— Mér finnst það bara leið-
inlegt.
— 0, hún kemur aftur, bless-
uð vertu. Hann sækir hana, ef
nkki vill betur til. —
En Þorbjörg kom ekki aftur,
og sumarið leið.
Hjalti saxaði tóbakið, það
gekk nú allt saman vel, en það
var dálítið erfiðara að búa til
matinn. —
— Hvar hefir þú ráðskonuna,
Hjalti minn, sögðu nágrannarnir.
— O, hún fór upp í sveit.
— Á hún skyldfólk þar?
— Jú, jú — hún var lengi
búin að ætla sér. ■— Þá brostu
þeir, sem spurðu, dálítið ill-
kvittnislega.