Dvöl - 01.01.1937, Page 52

Dvöl - 01.01.1937, Page 52
46 D V O L deild háskólans“ eftir Gunnar Benediktsson. Ennfremur: „Er menningin í hættu?“ eftir rit- stjórann Kristinn E. Andrésson. Hér yrði of langt mál að fara úl í efni þessarra ritverka hvers fyrir sig. En það, sem er ein- kennandi fyrir þessa bók í heild og gefur henni mest gildi, er sá hispurslausi vilji og áhugi, sem logar í línum hennar, samíara yfirleitt vönduðum málflutningi. Um skoðanirnar verður hver að dæma fyrir sig. Og svo komum við að því síð- asta, en ekki því sízta af óbundnu máli. Ég trúi því tæplega, að þeir, sem lesið hafa Söguna um San Michele, hafi ekki rumskast, er þeir fréttu um nýja bók þýdda á íslenzka tungu eftir sama höf- und. A. m. k. fór ég bráðlega á stúfana, er bókin: „Frá San Michele til Parísar“, eftir Axel Munthe kom út í íslenzkri þýð- ingu. Munthe er einn þeirra galdra- manna, sem er þeim góðu gáfum gæddur, að geta ekki einungis skilið mennina sjálfur út í æsar, heldur er einnig fær um að gera þá auðskilda öðrum mönnum. En það eru ekki mennirnir einir, sem njóta samúðar hans og skiln- ings. Dýrin, grösin, já, jafnvel kaldir steinarnir hlægja og gráta í penna hans, þessa manns, sem ekki gerir einu sinni kröfu til þess að vera talinn rithöf- undur. I bók þessari eru fimmtán þættir, ritaðir í sama stíl og þættirnir í Sögunni af San Mich- eíe. Sumir þessara þátta hafa verið þýddir og birtir áður í þessu tímariti, svo sem: „Við, sem höfum yndi af hljómlist", „Rafaella“ og „Monsieur Al- fredo“. Auk þess koma ýmsir velþekktir vinir úr Sögunni af San Michele hér fram á ný. Gildir það bæði um menn og dýr. Allir þættirnir eru frásögur úr lífi eða samtíð höfundarins sjálfs, speglanir á litbrigðum lífsins, stórum sem smáum, — dregnar fram af frábærri alúð og umhyggjusemi. Sérstaklega njóta dýrin umhyggju hans. Hjá þeim unir hann sér betur en hjá mönnunum. Hann er mannvinur, en þó í fyrsta lagi dýravinur. Engan mun iðra að lesa þessa bók. Hún er sýnu betri en kenn- ingar margra þeirra, sem kenni- menn kallast. Af þeim ljóðabókum, er kom- ið hafa á markaðinn, skal fyrst nefna: „Það mælti mín móðir“, sýnishorn af kveðskap þrjátíu kvenna. Kver þetta er mjög snot- ur útgáfa, birtir gamalt og nýtt, þekktra og lítt þekktra höfunda. Vafalaust munu ýmsir vinir kvennanna sakna margs, er tal- izt gæti betra því, er þarna birt-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.