Dvöl - 01.04.1942, Síða 3

Dvöl - 01.04.1942, Síða 3
^rpríl-Júní 1942 . ÍÖ. árgangur . 2. heítí Frainorðið Eftir II. £. Bates Þórariiin Guðnason íslenzkaði Á JÁRNBEKK, festum í stofn stórrar kastaníu, sátu tveir gamlir menn og störðu hljóðir út yfir sólglitað, mannlaust torg. Morgunsólin skein frá heiðbláum himni, varpaði glæsibirtu á drúp- andi blöð trésins og lét blóm- knappa þess státa í sinni björtustu fegurð. Augu gömlu mannanna voru líka blá, en sólardýrð þessa sumarmorguns gerði gys að ljós- glætunni, sem enn leyndist í þeim. Þunnu, hvítu hárlokkarnir og djúpu hrukkurnar i andlitunum, titrandi varirnar og snjáðu fötin á beinaberum líkömum gömlu mannanna — allt minnti þetta á kaldan, komandi vetur. Þeir horfðu og horfðu, skjálfhentir og slefandi, og af tómlegum alvörusvip þeirra mátti ráða, að heimurinn væri í augum þeirra sveipaður lognkyrr- um misturhjúpi. Þeir þögðu án af- fáts, því að heyrnarleysi annars þeirra gerði öll orðaskipti að ó- Þugnanlegum tilraunum til hrópa olli sífelldum misskilningi. Þeir spenntu lúnar greiparnar yfir hún- ana á slitnum göngustöfum, sem þeir héldu milli hnjánna. Þannig sátu þeir, eins og fallnir út úr rás tímans. Engu að síður var hver einasta hreyfing á torginu þeim viðburður. Augu þeirra skynjuðu allt, sem bærðist í námunda við þá. Það var eins og þeir byggjust við, að hvert farartæki, sem framhjá fór, myndi valda slysi; nýtt, ókunnugt andlit gerbreytti öllum viðhorfum; stúlk- ur í ljósum sumarklæðum liðu áfram á silkiklæddum fótleggjum og höfðu eilítið svipuð áhrif á gömlu mennina eins og gyðjurnar á hetjur fornaldarinnar. Endrum og eins brá jafnvel fyrir snöggum ljósbrigðum í augum þeirra. Þeir urðu þess varir, að einhver kom yfir torgið og stefndi til þeirra. Athyglin beindist nú öll að honum, og nú litu þeir í fyrsta sinn hvor á annan. Þeir skiptust lika á orð- um, einnig í fyrsta sinn. „Hver er þetta,“ spurði annar, „er það ekki hann Duke?“ „Það er líkt honum,“ sagði hinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.