Dvöl - 01.04.1942, Síða 13

Dvöl - 01.04.1942, Síða 13
D VÖL 91 hundar í öllu héraðinu. Hinum hafði verið slátrað til átu. Þetta skilja þeir bezt, sem þekkja Skræl- ingja og vita, hvað hundarnir eru þeim ómissandi samherjar í lífs- baráttunni. Á árunum 1881—1883 féllu um sjötíu menn úr hungri í Angmag- salikhéraði, eða 16% af kynstofn- inum. Og þó voru sagnir um enn nieiri hungursneyð. En það var ekki eingöngu sultur og slysfarir, sem kvistuðu niður hinn litla kynstofn. Alls konar sjúkdómar hjuggu stór skörð í hóp- inn og var berklaveikin skæðust. hegar hún var komin á hátt stig, var galdrameistarinn, angakokk, kvaddur til þess að lækna sjúk- öóminn með særingum, og þegar þær dugðu ekki, flýttu ættingjar fyrir sjúklingnum eða hann stytti sér aldur, svo að hann væri ekki öðrum til byrði. Þunglyndi var or- sök í því, að ótrúlega margir frömdu sjálfsmorð, og var það ekki ávallt mikið, sem menn settu fyrir sig. Gustav Holm segir frá hokkrum dæmum um það: Ung kona drekkti sér vegna þess, að móðir hennar flutti heim til hennar. Maður lagðist um vetur út í snjó og króknaði, af því að dóttir hans, nýkomin heim eftir langa fjarveru, vildi ekki vera hjá hon- úm. Kona drekkti sér út af því, að tengdasonur hennar sagði við hana, að það væri ekkert gagn að henni lengur. Yfirleitt virðist lífsleiði hafa verið martröð á fólkinu og orsök hinna mörgu sjálfsmorða. Enn var það siður að bera út börn, ef þau voru veikluleg, eða ef mæður dóu að þeim. Hrumu fólki var styttur aldur. Af öllum þessum ástæðum varð meðalaldur fólksins mjög lágur. Voru það tæplega fimmtán af hundraði, sem komust yfir fertugt, og er það helmingi lægri hlutfalls- tala heldur en í menningarlöndum. Manndráp voru einnig tíð fyrrum meðal Austlendinga, og þurfti oft ekki mikla ástæðu til þess. Ef ein- hver var til dæmis óheppinn á veiðum, kenndi hann um álögum frá öðrum manni, og var ekki í rónni fyrr en hann hitti þann mann og gat drepið hann. Af þessu leiddi, að enginn var óhultur um líf sitt, en hvers manns, sem veg- inn var, varð að hefna. Blóðhefnd- in var ófrávíkjanlegt lögmál. Nán- ustu ættingjar urðu að framkvæma hefndina, og ef þeir náðu ekki í vegandann sjálfan, urðu þeir að drepa einhvern ættingja hans. Blóðhefndin vofði því alltaf yfir Hræðslan við hana hindraði menn frá veiðum. Heilar fjölskyldur og ættir kiknuðu undir því böli, eða flýðu langt í burtu, þar sem aldrei hefir spurzt til þeirra. Á árunum 1885—1893 voru níu menn drepnir í Angmagsalikhéraði, þar af sjö með skutli, er þeir voru úti á sjó i húðkeip. Það er því ekki að furða, þótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.