Dvöl - 01.04.1942, Síða 20

Dvöl - 01.04.1942, Síða 20
98 DVÖL inn og leitaði verndar hjá móður sinni. Hún hélt nefnilega, að í þessum stóra poka, sem maðurinn var með, væru tvö til þrjú börn á svipuðu reki og hún sjálf. Rétt í þessu gekk ávaxtasalinn inn og heilsaði mér brosandi. Ég ákvað að hætta að skrifa og kaupa eitthvað af manninum, úr því að búið var að kalla á hann, þrátt fyrir það að freistandi var að halda áfram að skrifa um söguhetjurn- ar í seytjánda kaflanum. Ég keypti því eitthvað, og fyrr en varði vorum við komnir í hróka- ræðu um Abdurrahman, Rússa, Englendinga og landamærahéröðin. Þegar hann kvaddi, spurði hann eftir litlu stúlkunni. Ég lét kalla á Miní, því að mér fannst rétt að venja hana af öllum barna- legum ótta. Hún stóð við stólinn og horfði á ávaxtasalann og sekkinn hans Hann vildi gefa henni rúsínur og hnetur, en hún lét það ekki freista sín og hélt dauðahaldi í mig. Þetta var fyrsti fundur þeirra. Svo var það morgun einn, nokkr- um dögum seinna, þegar ég var að fara út, að ég sá Miní sitja á bekk við dyrnar, niðursokkna í glaðvært samtal við ávaxtasalann, sem húkti við fætur hennar. Ég varð mjög hissa. Án efa hefir litla dóttir mín aldrei haft jafn þolinmóðan áheyr- anda, nema ef vera skyldi mig sjálfan. Hún sat þarna með hend- urnar fullar af rúsínum og möndl- um, sem gesturinn hafði gefið henni. „Hvers vegna ertu að gefa henni þetta,“ sagði ég og rétti honum 8 anna. (Anna samsvarar 11 aurum). Maðurinn tók umyrðalaust við pen- ingunum og lét þá í vasa sinn. En þegar ég kom heim aftur, sá ég, að hann hafði gefið Miní þá. Móðir hennar var nú einmitt að spyrja barnið, hvar hún hefði fengið þenna fjársjóð. — „Ávaxtasalinn gaf mér þá,“ sagði Miní hin hreyknasta. En móðir hennar var ekki jafn hrifin. Hún skildi ekki, hvernig Miní gat tekið við pening- um af þessum flakkara. Ég kom rétt í tæka tíð til þess að forða telpunni frá refsingu og hóf nú rannsókn sjálfur. Ég komst fljótt að því, að þetta var hvorki í fyrsta eða annað skipti, sem þau hittust. Ávaxtasalinn hafði fljótt yfirunnið hræðslu barnsins, og nú voru þau orðnir beztu vinir. Þau léku sér saman á hinn kostu- legasta hátt. Miní settist kannske fyrir framan hann og horfði með kátlegum, barnslegum virðuleik á hinn risavaxna mann, Hló síðan hjartanlega og byrjaði að spauga við hann: „Ó, Cabuliwallah, Ca- buliwaliah, hvað hefurðu í pokan- um?“ „Fíl,“ svaraði hann með þessu sérkennilega nefhljóði, sem ein- kennir málhreim fjallabúanna. Þetta var reyndar engin fyndni, en tilburðir þeirra, ósamræmið í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.