Dvöl - 01.04.1942, Síða 22

Dvöl - 01.04.1942, Síða 22
100 D VÖL ir reynslu margra ára hefir hún ekki yfirunnið þenna ótta. Hún var því ákaflega tortryggin gagnvart ávaxtasalanum og bað mig oft um að hafa vakandi auga með honum. Ég reyndi að draga úr ótta henn- ar með því að henda gaman að þessu. En þá svaraði hún alvarleg í bragði: „Kemur það kannske aldrei fyr- ir, að börnum sé stolið? Á man- sal sér ekki stað í Kabúl? Er það í raun og veru svo ólíklegt, að þessi rumur gæti laumazt í burtu með smábarn?“ Ég reyndi að malda í móinn og sagði, að þótt það væri ef til vill ekki alveg ómögulegt, þá væri það mjög ósennilegt. En hún lét ekki sannfærast, og hræðslan rénaði ekki. Þar sem ótti hennar var svo tilefnislaus, fannst mér ekki ástæða til þess að banna manninum að koma á heimilið. Það var því ekk- ert gert til þess að hindra vináttu þeirra Miní og ávaxtasalans. Einu sinni á ári, venjulega í janúar, var Rahnun — svo hét á- vaxtasalínn — vanur að fara heim til sín. Þegar að þeim tíma leið, hafði hann í mörgu að snúast. Hann gekk hús úr húsi til þess að innheimta skuldir sínar. Þrátt fyr. ir þetta annríki sitt, hafði hann þó alltaf tíma til þess að líta til Miní. Gæti hann ekki komið á morgnana kom hann á kvöldin. Ég skal játa, að það hafði oft undarleg áhrif á mig að rekast á þenna háa, skeggjaða mann, í síð- um, losaralegum búnaði, einhvers staðar i afkima hússins, en þegar Miní hrópaði, geislandi af gleði: „Cabuliwallah, Cabuliwallah,“ og þessir tveir vinir, sem voru svo ólíkir að aldri og útliti, byrjuðu að hlæja og gera að gamni sínu, varð ég rólegur.------Svo var það einn morgun, nokkrum dögum áður en Rahnun hafði ákveðið að leggja af stað. Ég var að lesa prófarkir í vinnustofu minni. Það var heitt í veðri. Geislar sólarinnar féllu gegnum glerið og að fótum mínum, og þeir voru vel þegnir. Klukkan var að verða átta, og þeir, sem gengið höfðu morgungöngu, sneru heim, með sveipuö höfuð. Allt í einu heyrði ég einhvern hávaða á götunni, og þegar ég leit út, sá ég tvo lögregluþjóna koma með Rah- nun bundinn á milli sín. Á eftir þeim kom hópur forvitinna drengja. Það voru blóðblettir á fötum á- vaxtasalans, og annar lögreglu- þjónninn hélt á hnífi. Ég flýtti mér út, stöðvaði þá og grennslaðist eftir því, hvernig á þessu stæði. Ég fékk að heyra söguna, sam- hengislaust. Sagan var á þá leiö, að einn nágrannanna skuldaði far- andsalanum peninga fyrir sjal eitt, en hafði svo ætlað að svíkjast um greiðsluna og neitaði að hafa keypt sjalið. Þeir höfðu lent í ákafri orða- sennu.sem endaði með því, að Rah- nun stakk hann með hnífi. Vesal- ings fanginn var örvita af reiði og þuldi óbænir yfir óvini sínum. Rétt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.