Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 26

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 26
104 DVÖl Á helðnm nppi Eftir Sigurð Helgason, kennara T/'ALDADALSVEGUR liggur um Kaldadal og vestasta hluta óbyggðanna sunnan Langjökuls. Nokkur hluti af svæði þessu hét fyrrum Bláskógaheiði og mætti heita svo enn. Er fagurt umhorfs og sérkennilegt á þessum slóðum, eins og víðar á fjöllum uppi. Þarna var ég þrjú sumur í vega- vinnu. Ef til vill myndu einhverjir gjarna vilja fylgjast í anda með okkur vegavinnumönnunum norð- ur yfir fjöllin, frá Þingvöllum í byggð í Borgarfirði. Syðsti tjaldstaður okkar var í Sandkluftum. Við tjölduðum þar á grasbala í djúpu gili, austan und- ir rótum Ármannsfells. Uppi yfir tjöldunum gnæfði Meyjarsœti, all- há fjallsgnípa, en lítil um sig og slétt að ofan. Hinum megin í gilbarminum, gegnt tjalddyrun- um, var há og grasivaxin brekka. Kluftirnar eru skarð eitt norður frá Hofmannaflöt, milli Ármannsfells og Lágafells. Þar upp liggja tvær leiðir, sín hvorum megin við Meyj- arsæti. Eystri leiðin var oftast far- in áður, en eftir að bifreiðaferðir hófust um Kaldadal, var ruddur vegur upp gilið fyrir vestan Sætið; þótti þar betra að fara. Lágafell er fjallrani allmikill, sem liggur norðaustur frá rótum Ármanns- fells. í gilinu unnum við í nokkra daga í sólskini og norðanstormi. Upp í skarðið fyrir norðan okkur lagði stöðugt svartan mökk. Þar var fok- sandurinn á ferð. Seinna kynntist ég sandfokinu betur. Við vorum sendir norður í Tröllháls einn dag- inn. En þegar við komum á norð- urbrún Kluftanna og útsýn opnaö- ist til norðurs, sáum við rjúkandi sandmökk á dálitlu svæði niður undan skarði, er myndast, þar sem Kluftirnar enda. Yfir risu brúnir Tröllhálsins, nokkra kílómetra framundan. í krika upp viö rætur Ármannsfells grillti í freyöandi vatnsflöt, skuggalegan og dökkan af moldarleðju. Þetta vatn heitir Sandkluftavatn, en Sandskeið svæðið, þar sem sandfokið var. Vestur af Sandskeiðinu eru grasi- grónar brekkur, sem Smjörbrekkur nefnast. Við héldum áfram niður á sand- fokssvæðið, og allt í einu hvarf hin fagra og glæsilega útsýn. Ekkert var að sjá, nema rjúkandi sortann. Örsmáar rykagnir hálffylltu vitin, og undir fæti var laus sandur. Við tókum stefnu eftir vindstöðunni. Svona héldum við áfram að rótum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.