Dvöl - 01.04.1942, Síða 30

Dvöl - 01.04.1942, Síða 30
108 DVÖL sinn, sem við komum að vatninu, var hópur af svönum þar á sundi. Mér flaug í hug ein vísan úr kvæði Jóhannesar úr Kötlum um svan- ina: Hringaðir hálsar hljóðar taka dýfur. Árvakur skari öldufaldinn klýfur. Andi guðs friðar yfir vötnum svífur. Þeir færðu sig hægt að þeim vatnsbakkanum, sem fjær okkur var, og hófu sig til flugs. í hreyf- ingum þeirra var hátíðleg tign, og þegar þeir svifu inn á heið- ina með hálsinn teygðan fram, drifhvítir og glitrandi í geislum sólarinnar, þá birtist okkur ein af þeim sýnum, sem aldrei gleymist. Svæðið í grennd við vötn þessi nefnist Brunnar, og þar var þriðji tjaldstaður okkar. Við höfðum tjöldin á vatnsbakkanum, og þau spegluðust í bárum þess. Silung- arnir syntu svo að segja upp að tjaldskörinni til okkar og leituöu sér ætis í matarleifunum, sem við hentum í vatnið. Þarna blasir Skjaldbreiður við í austri, mikill um sig og smáhækkandi, dökkur yfirlitum og þunglyndislegur. Það var í Brunnum sumarmorg- un einn, líklega bjartan og fagran, sem Jónas Hallgrlmsson fann lest sína og fylgdarmenn eftir að hafa verið einn á ferð um nóttina, frá Þingvöllum norður að Skjaldbreið og síðan vestur í Brunna. Þessa nótt gerði hann frumdrögin að hinu dásamlega kvæði „Fjalliö Skjald- breiður“, og rissaði á blað í tjaldi sínu þenna morgun, en fullgerði það og fágaði á Húsafelli daginn eða dagana á eftir. Allt norður í Brunna er mikill gróður, þar sem vegurinn liggur. En eftir að komið er þar norður fyrir fer að verða gróðurlítið. í staðinn fyrir grasi vaxin holt og mýrasund, lyngi gróna móa og brekkur koma nú grýttir melar, leiröldur og lágar klettaborgir hingað og þangað. Gróðurinn verð- ur smávaxnari og kyrkingslegri og hverfur smám saman. En jafnframt verður fjallahringurinn stöðugt fjöibreytilegri og fegurri. Mót þeirra og línur- færast út úr blá- móðu fjarlægðarinnar. Framundan norðurrönd Skjaldbreiðs sjá menn Hlöðufell koma í ljós, hömrótt og bratt, með snjóþræðinga í giljum og gljúfrum. Baula í Norðurárdal gægist upp fyrir hæðirnar í vestur- átt, og fleiri fjöll koma þar í ljós. Hamrafell eitt við rætur Oksins dregur að sér athygli manna, Það er bratt og strýtumyndað og nefn- ist Fanntófell — sumir kalla það Fantonsfell — og var fyrrum bú- staður alls konar illvætta, eftir því sem sögur herma. Á þessum slóðum er á löngum kafla lítið um gróður. En allt i einu kemur stór mýrarfláki í ljós milli melholtanna, lítið eitt vestan við veginn. En það eru líka efstu grös við sunnanverðan Kaldadalsveginn. Þessi staður heitir Egilsáfangi. Þjóðsaga ein er tengd við Egilsá- fanga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.