Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 34

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 34
112 DVÖX. yfir Strútinn og beggja megin viS hann sér norður yfir heiðarnar með vötnum sínum og fellum. Lengst í norðri sjást fjarlægar fjallagnípur allt norður í Húna- vatnssýslu. Ein þeirra er Trölla- JcirJcja, fjall eitt mikið á Holta- vörðuheiði. Þegar Skúlaskeiði sleppir, taka Lambárdrög við. Þar eru efstu grös að norðanverðu. Auðnir Kaldadals eru að baki. Þarna á Lambá upptök sín, eins og nafnið bendir til. Það er lítil þverá, sem fellur stall af stalli nið- ur í dalbotninn og hverfur þar í Geitá. Fimmti tjaldstaður okkar var á þýföum bala í Lambárdrögum. Þar dvöldum við nokkra hrakviðris- daga, og staðinn nefndum við Skrattabœli. Fengum við nafnið til láns úr sögu Möllers kaupmanns, þar sem segir frá ferð hans og fé- laga hans suður yfir óbyggðir á skíðum að vetrarlagi. Þótti okkur nafnið eiga vel við þetta barð okk- ar, þarna í Lambárdrögum. En að lokum, þegar ekki var meira að gera, þarna uppi undir auðninni, hlóðum við farangri okkar í vagna og héldum af stað niður með Lambá, niður í dalinn. Niður í dalbotninn eru brekkur, stall af stalli, og allt í einu sjá menn ofan í byggðina. Umhverfið er harla breytt.Víðátta fjallanna er horfin, með öllum sínum tilbreyt- ingaríku blæbrigðum. Þeirra hljóða tign er þorrin. Hér er byggðin. En þessi byggð, sem við komum í, liggur að hjartarótum öræfanna, og það er eins og andi þeirra svífi hér yfir vötnunum. Við tjölduðum á grösugum bala, steinsnar frá Geitá, við rætur grösugrar brekku- Niður árinnar ómaði stöðugt í eyi’- um okkar. Hinum megin við hana eru Geitlöndin, stórt gróðurlítið landflæmi, sem teygist nokkrai’ rastir niður í byggðina og nær upp að jöklum. í fornum heimildum ei’ þess getið, að þær hafi fyrrum verið gróðursæl sveit og skógivaxin. Ef til vill hafa jökulhlaup úr Geit- landsjökli eytt byggðinni þarna. í hlíðinni, norðan Hvítár, er enh mikill skógur. Þar stendur höfuð- bólið Kalmanstunga eitt sér inni við óbyggðir, höfðinglegt að sjá og stórbrotið. Tjöld okkar settum við á gamaP tún, lítið eitt neðan við vallgrónar bæjarrústir. Á þessum stað vai’ einu sinni bær, sem Engjamelui’ hét. Tóftirnar eru samanfallnar og grasigrónar. En einu sinni var þetta bær. Og það er svo einkennilegt að virða fyrir sér gamlar bæjai'- rústir. Hvernig var fólkið, sem bjð á þessum bæ? Hvaða örlög mættu því? Ef til vill hafa hér miklai’ fórnir verið færðar, átakanleg at- vik gerzt, Bæjarrústir geta átt sér langa sögu.----- Hér lauk í rauninni ferðalaginú norður Kaldadalsveg. Við erum * byggð. Nokkru utar er Húsafell og Húsafellsskógur í jaðri Hallmunð' arhrauns. Það er dásamlegur stað'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.