Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 37

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 37
D VÖL 115 ermi sinni, án þess að verða þess var. Eftir fáein augnablik heyrði hann létt fótatak fyrir aftan sig, og stúlka kallaði á hann með nafni. Hann leit við mjög undrandi, og sá þá laglega þernu, sem sagði við hann: „Herra! Húsmóðir mín bað mig að taka upp þessa silfurpeninga, sem þú misstir á veginn, og fá þér þá.“ Mín-Væ þakkaði stúlkunni fag- urlega og bað hana að flytja hús- móður sinni kveðju. Síðan hélt hann leiðar sinnar í ilmríkri kyrrð- inni, þræddi skuggana, er móktu meðfram afræktum stígnum. Sjálf- ur var hann í leiðslu og fann, að hjartað barðist af furðulegum hraða við umhugsunina um hina fögru veru, er hann hafði séð. Á öðrum slíkum degi hélt Mín- Væ til baka sömu götuna og hvíldi sig í annað sinn á þeim stað, sem veran fagra hafði eitt andartak birzt honum sýnum. En í þetta skipti vakti það undrun hans, að sjá í fjarlægð milli stórvaxinna trjástofnanna hús, sem hann hafði ekki veitt athygli í hitt skiptið — sveitasetur, ekki stórt, en glæsilegt svo að af bar. Himinbláar steinflög- úr á bogadregnu og tenntu tvíþaki hófust yfir útskornum upsum og virtust renna saman við litfar hins skæra heiðbláma dagsins. Sólskin- ið baðaði útskorin bogagöng, þar sem grænir laufsveigir og gullin blóm voru samanslungin af frá- bærri list. Á efsta þrepinu við sval- irnar fyrir framan bogagöngin, þar sem gríðarstór skjaldbaka úr postulíni var á varðbergi, sá Mín- Væ húsmóðurina á setri þessu standa — sjálfa gyðju hinna ástríðuþrungnu hugóra hans — og hjá henni sömu þernuna og hafði borið henni þakklætiskveðju hans. Mín-Væ sá, að þær horfðu á hann, meðan hann virti þetta fyrir sér. Þær brostu og töluðu saman eins og þær væru að ræða um hann, og jafn feiminn og ungi maðurinn var, þá hafði hann þó áræði til þess að heilsa stúlkunni fögru úr fjar- lægð. Honum til undrunar benti þernan honum að koma nær. Og Mín-Væ opnaði ramgert hlið, sem var hálfkafið vafningsjurtum með fagurrauðum blómum, og hraðaði sér með blöndnum tilfinning- um, undrun og hljóðlátum fög- uði, eftir vel hirtum stíg, sem lá upp að bogagöngunum. Er hann nálgaðist, dró hin fagra hús- móðir sig úr augsýn, en þernan beið á breiðu þrepinu til þess að taka á móti honum og mælti, er hann kom til hennar: „Herra! Húsmóðir mín veit, að þú vilt þakka henni þann lítilfjör- lega greiða, sem hún lét mig gera þér nýlega, og spyr, hvort þú viljir koma inn í húsið, því að hún þekk- ir þig af orðspori og langar til þess að veita sér þá ánægju að varpa á þig kveðju.“ Mín-Væ gekk hikandi inn í stór- an og svalan viðhafnarsal, baðað- an ilmi nýlesinna blóma. Ekkert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.