Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 39
t>VÖL 117 vera, sem hann hafði nokkru sinni kynnzt, og fann, að hann elskaði hana jafnvel enn heitar en föður sinn og móður. Langir kvöldskugg- arnir runnu hægt og hægt saman i fjólublátt rökkur meðan þau spjölluðu saman. Gulir geislar kvöldsólarinnar myrkvuðust, og stjarnverurnar, er nefndar eru „Ráðgjafarnir þrír“ og ráða lífi og dauða og örlögum manna, luku upp köldum og skærum augum sínum á norðurhimninum. í húsi Sæ voru niyndskreytt ljósker tendruð. Borð- inu var hrundið fram til kvöldverð- ar, og Mín-Væ tók sér sæti við það, þótt matarlystin væri lítil. Hann hugsaði aðeins um hið dásamlega andlit stúlkunnar. Sæ veitti því at- hygli, að hinn ungi gestur hennar bragðaði varla á ljúffenginu, sem lagt var á disk hans, og neyddi hann til þess að drekka vín. Og Þau drukku saman nokkur staup. hað var purpuravín, svo svalt, að bikarinn, sem því var hellt í, hjúp- aöist höfugri dögg. Samt virtist það brenna í hverri æð, með ókenni- legum funa. Mín-Væ þóttu allir hlutir verða bjartari sem af töfrum, er hann hafði drukkið vínið. Veggir stof- únnar virtust þokast fjær og þakið hefjast, ljóskerin glóðu í festum sinum eins og stjörnur og rödd Sæ barst að eyrum piltsins eins og hljómkviða úr firrð svæfandi kvöldsins. Honum svall móður, ^ungutakið liðkaðist og af vörum hans féllu orð, sem hann hafði aldrei getað ímyndað sér, að hann þyrði að segja. Sæ reyndi samt ekki að halda aftur af honum. Varir hennar lyftust ekki í brosi, en djúp og skær augun virtust hlæja af fögnuði við hrósyrði hans og jafnvel endurgjalda ástríðu- þrungna aðdáun augnaráðsins með ástúðlegri hlutdeild. „Ég hefi frétt um sjaldgæfar gáf- ur þínar,“ sagði hún, „og marg- þætta og ágæta menntun. Ég kann ofurlítið að syngja, þótt ég geti ekki talizt hafa neina hljómlistarþekk- ingu til brunns að bera. Nú nýt ég þess heiðurs að vera í félagsskap hámenntaðs tónlistarmanns og ætla að voga mér að vera svo óháttvís, að biðja þig að syngja með mér fáeina söngva. Mér væri það ekki lítið gleðiefni, ef þú vildir leggja þig niður við að prófa söng- hæfi mitt.“ „Það er minn heiður og gleði, kæra frú,“ svaraði Mín-Væ. „Ég get ekki tjáð það þakklæti, sem svo sjaldgæft og ástúðlegt boð verðskuldar.“ Lítil silfurbjalla gall, og hlýð- in þernan kom með nótnablöð og hvarf að vörmu spori. Mín-Væ tók handritin og byrjaði að skoða þau af mikilli ákefð. Pappírinn, sem skráð var á, var ljósbleikur að lit og léttur eins og köngulóarvefur, en stafirnir voru fornlegir og fagrir eins og þeir hefðu verið dregnir með pensli Hö-song-Tsjí-Tsjú sjálfrar — hinnar guðlegu vernd- arvættar bókiðjunnar, sem ekki er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.