Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 45
DVÖL
123
£)ox*öf<?mn gfóttsíojt
ftá ÍCífsftööuni:
mita'i é£ja
Foldu hylur fönn og klaki.
Frostsins ríkir œgivald.
Veðrið stundu fer með friði.
Fjúksins lyftist móðutjald.
Logaskœr frá heiðum himni
liorfir stjörnuskari um nótt.
Lendingin frá Ijóssins heimi
langan veg er hingað sótt.
Lendingin, sem Ijósin fjarru
leita hér, er sjón og vit:
þaö, að jörðin þiggi og skilji
þeirra frið og milda glit.
Lengi var hér lending bönnuð,
lengi var til einskis sótt.
Og þótt lífiö vakiö vœri,
vafði gjörvallt blindnisnótt.
Milli hinna myrku élja
mœni ég einn í stjörnugeim.
Þöglu, kœru, þreyttu geislar,
þrái ég ykkur til mín heim. —
Stormur hvín og löður lemur.
— Lendingunni ei ég rœð.
Löng er þraut að lýsa hingað,
lýsendur úr fjarrstu hœð.
Foldu hylur fönn og klaki.
Frostsins ríkir cegivald.
Veðrið stundu fór með friði.
Fjúksins aftur byrgir tjald.
Lendingin frá Ijóssins heimi
langan veg er hingað sótt.
Allt er dautt við augum mínum,
aftur komin stjarnlaus nótt.
hverfið og uku á draugalegt seið-
magn skógarins. Vindblær barst
yfir og flutti með sér angan blikn-
aðra jurta — daufan eins og þef,
sem loðir í afræktum silkikyrtli.
Og um leið og hann bar hjá, virt-
ust trén hvísla í þögninni: „Sæ-
Taó“.
Peló óttaðist mjög um son sinn
og sendi hann þegar í stað til
Kwan-tsjá-fú. Að mörgum árum
hðnum hlotnaðist Mín-Væ þar
hiikil upphefö og virðing, sökum
gáfna og þekkingar. Hann kvong-
aðist stúlku af göfugri ætt og gat
við hana sonu og dætur; börn
þeirra voru nafntoguð að dyggðum
og atgervi. Aldrei gat hann gleymt
Sæ-Taó, en það er sagt, að hann
hafi aldrei talaö um hana — jafn-
vel ekki, þegar börnin hans báðu
hann að segja sér sögu hinna
tveggja undurfögru gripa, er á-
vallt lágu á skrifborði hans:
ljón úr gulum jaði-steini og bursta-
hylki úr útflúruðu agati.