Dvöl - 01.04.1942, Síða 50

Dvöl - 01.04.1942, Síða 50
128 D VÖL Kraftar Eftir Pentti Haanpiiii Leifur Haraldsson íslenzkaði /\ FORNLEGUM BÆ með miklu ** landrými var próventukarl, sjötugur karlskröggur, sem látið hafði eignir sínar af hendi við yngra fólk og gerði sjálfur ekki annað en að vera til og bíða dauð- ans. í augum húsbændanna var hann naumast annað og meira en vofa, blóðsuga, snýkjudýr, sem af einhverri óskiljanlegri ástæðu hafði náð að setjast að í búi þeirra til þess að draga úr vexti þess og við- gangi. Það var nú löngu gleymt, með hvaða skilmálum þau höfðu eignazt bæinn og annað það, sem honum fylgdi. Þau litu því karlinn hornauga og vonuðu í hjarta sínu, að hinn gagnslausi lífsneisti í hon- um hætti að neyta þessa heims gæða, svo að þau gætu búið í hag- inn fyrir sig, áður en sú stund rynni upp, að líf þeirra og limir yrðu jafn gagnslausir. Þannig hugsuðu þau í hjarta sínu; en eigi skal um það sakast, þótt þau geymdu hugsanir sem þessar með sjálfum sér og gættu þess vand- lega að ympra ekki hót á slíku við annað fólk. Því að þau voru trúað- ar, frelsaðar og frómar manneskj- ur,semforðuðustsyndsamleg orð og athæfi. En hvað gátu þau gert við mannlegu eðli, athöfnum þess og tilhneigingum, sem jafnvel trúar- brögðin gátu ekki fágað og gljábor- ið nema á yfirborðinu? Karlinn varð heldur ekki var við hinar frómu óskir framfæranda sinna. Framferði hans var harla vel til þess fallið að auka á gremju þeirra. Karlinn, sem áður fyrr hefir ef til vill átt erfiða daga, svitnað við daglegar annir og orðið skap- styggur undir þunga búmanns- raunanna, var nú búin að gleyma því öllu. Honum hafði veitzt sú miskunn, að allar áhyggjur höfðu máðst úr meðvitund hans. Skugga- legum hugsunum var bægt frá honum og honum blásið í brjóst nýjum, hrífandi hugmyndum. Hug- renningar karls beindust fyrst og fremst í eina átt: að kröftum, karl- mennsku og líkamshreysti. I marga áratugi hafði hann ekki komizt í kynni við annað aðdáun- arverðara en jötunmennið, mann- inn, sem hafði sterkari sinar í skrokknum en aðrir og sýndi það við vinnu sína eða með þéttum handtökum í illdeilum. Slíkt dáði karlinn í fari annarra .. og þð einkanlega sjálfs sín. Því að þegar maðurinn hefir mælistiku til þess að mæla með það, sem honum þyk- ir gott og aðdáunarvert, þá sýnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.