Dvöl - 01.04.1942, Síða 50
128
D VÖL
Kraftar
Eftir Pentti Haanpiiii
Leifur Haraldsson íslenzkaði
/\ FORNLEGUM BÆ með miklu
** landrými var próventukarl,
sjötugur karlskröggur, sem látið
hafði eignir sínar af hendi við
yngra fólk og gerði sjálfur ekki
annað en að vera til og bíða dauð-
ans. í augum húsbændanna var
hann naumast annað og meira en
vofa, blóðsuga, snýkjudýr, sem af
einhverri óskiljanlegri ástæðu hafði
náð að setjast að í búi þeirra til
þess að draga úr vexti þess og við-
gangi. Það var nú löngu gleymt,
með hvaða skilmálum þau höfðu
eignazt bæinn og annað það, sem
honum fylgdi. Þau litu því karlinn
hornauga og vonuðu í hjarta sínu,
að hinn gagnslausi lífsneisti í hon-
um hætti að neyta þessa heims
gæða, svo að þau gætu búið í hag-
inn fyrir sig, áður en sú stund
rynni upp, að líf þeirra og limir
yrðu jafn gagnslausir. Þannig
hugsuðu þau í hjarta sínu; en eigi
skal um það sakast, þótt þau
geymdu hugsanir sem þessar með
sjálfum sér og gættu þess vand-
lega að ympra ekki hót á slíku við
annað fólk. Því að þau voru trúað-
ar, frelsaðar og frómar manneskj-
ur,semforðuðustsyndsamleg orð og
athæfi. En hvað gátu þau gert við
mannlegu eðli, athöfnum þess og
tilhneigingum, sem jafnvel trúar-
brögðin gátu ekki fágað og gljábor-
ið nema á yfirborðinu?
Karlinn varð heldur ekki var við
hinar frómu óskir framfæranda
sinna. Framferði hans var harla vel
til þess fallið að auka á gremju
þeirra. Karlinn, sem áður fyrr hefir
ef til vill átt erfiða daga, svitnað
við daglegar annir og orðið skap-
styggur undir þunga búmanns-
raunanna, var nú búin að gleyma
því öllu. Honum hafði veitzt sú
miskunn, að allar áhyggjur höfðu
máðst úr meðvitund hans. Skugga-
legum hugsunum var bægt frá
honum og honum blásið í brjóst
nýjum, hrífandi hugmyndum. Hug-
renningar karls beindust fyrst og
fremst í eina átt: að kröftum, karl-
mennsku og líkamshreysti. I
marga áratugi hafði hann ekki
komizt í kynni við annað aðdáun-
arverðara en jötunmennið, mann-
inn, sem hafði sterkari sinar í
skrokknum en aðrir og sýndi það
við vinnu sína eða með þéttum
handtökum í illdeilum. Slíkt dáði
karlinn í fari annarra .. og þð
einkanlega sjálfs sín. Því að þegar
maðurinn hefir mælistiku til þess
að mæla með það, sem honum þyk-
ir gott og aðdáunarvert, þá sýnir