Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 73

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 73
DVÖL 151 aði enn við, en ég sárbændi hann að hafa hraðan á, því að mér leið ekki úr minni hjartsláttur hennar í faðmi mínum. Mér kom ekki til hugar, að tveir gætu varizt hundr- að. Við héldum af stað og rerum und- an straumnum niður með árbakk- anum. Þegar við fórum fram hjá víkinni, þar sem þeir voru að veið- um, voru köllin hljóðnuð, en há- vær kliður barst þaðan, eins og úr fuglabjargi væri. Bátarnir lágu síbyrt í rauðum bjarmanum frá blysunum, en yfir var dökk reykj- arslæða. Mennirnir töluðu um veið- ina: Hrósuðu sjálfum sér og öðr- um og skiptust á gamanyrðum. Og þessir menn, sem voru vinir okkar að morgni, voru orðnir fjandmenn okkar að kvöldi. Við rerum hratt framhjá. Við áttum enga vini framar í fósturlandi okkar. Hún sat með slæðu fyrir andlitinu og sá ekki neitt og mælti ekki orð frá vörum fremur en nú. Ég saknaði einskis af því, sem ég var að yfir- gefa — því að ég heyrði andar- drátt hennar rétt hjá mér — eins greinilega og ég heyri hann nú.“ Hann þagnaöi og lagði eyrað við og hlustaði. Svo hristi hann höf- uðið og hélt áfram: „Bróðir minn vildi hrópa heróp — aðeins eitt óp og gefa fólkinu til kynna, að við værum frjálsborn- ir víkingar, sem treystum á vopn okkar og hið víða haf. Og aftur skírskotaði ég til ástarinnar og bað hann að þegja. Heyrði ég ekki and- ardrátt hennar hjá mér? Ég vissi, að eftirleitarmennirnir myndu fljótt koma á vettvang. Bróðir minn elskaði mig. Hann deyf ár sinni í vatnið án þess að áraglam heyrðist. Hann sagði laðeins: „Þú ert aðeins hálfur maður núna; hálfur hugurinn er hjá stúlkunni. Ég get biðið. Þegar þú ert búinn að jafna þig, förum við hingað aftur og hrópum herópið. Við er- um synir sömu móður.“ Ég anz- aði engu. Ég beitti öllum kröftum líkama og sálar við árina — því að ég þráði að komast með konuna á óhultan stað, þar sem reiði karl- mannanna og óvild kvenþjóðar- innar næði ekki að bitna á mér. Ást mín var svo einlæg, að ég hélt að hún gæti vísað mér þar til landa, sem dauðinn væri ekki til, ef ég aðeins gæti flúið undan Inchi Midah og sverði landstjór- ans. Við rerum í dauðans ofboði og másuðum milli samanbitinna tannanna. Við dyfum árarblöðun- um djúpt í ládautt vatnið og kom- umst út úr ármynninu; þar fund- um við greiðfæran ál gegnum grynningarnar. Við fórum meðfram dökkri ströndinni við sandrifin, þar sem aldan brotnar á grunni. Við sáum grilla í hvíta sandauð- una og hröðuðum för okkar. Dauðaþögn ríkti. Aðeins einu sinni sagði ég: „Sofðu, Diamelen. Brátt kemur að því, að þú þarft á kröft- um þínumaðhalda.“Ég heyrðiblíða rödd hennar, en ég leit aldrei við. Sólin kom upp, og enn héldum við L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.